Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1950, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.05.1950, Blaðsíða 13
Sameiningin 59 andi hjá börnum á unga aldri. Og þegar börnin taka að þroskast, er þeim kennt boðorðið: Þú skalt ekki ljúgvitni bera gegn náunga þínum. Og þó er líklega ekkert boðorðið eins brotið, og enginn löstur jafnalmennur eins og ósann- söglin. Fjöldi sæmilegs fólks að öðru leyti er svo siðferði- lega lágt standandi að skoða lýgina ekki aðeins sem mein- lausa, heldur sjálfsagða, ef á þarf að halda. Ráð Gyðinga, sem samsett var af helztu og menntuðustu mönnum þjóðar- innar, lét sér sæma að leiða ljúgvotta gegn Jesú. Styrjöld- um milli þjóða, sem kostað hafa tugþúsundir mannslífa, hafsjói tára og blóðs, þær skelfingar og eyðileggingar verð- mæta, sem aldrei verða bættar, hefir verið komið af stað með lygum. Ófriðnum milli Frakka og Þjóðverja 1870—71 var komið af stað með lognu, eða breyttu skeyti, sem lagt var fram og birt viðtakanda, vísvitandi, öðruvísi en það kom frá hendi sendanda. Sá, maður, sem að þessu stóð, er talinn einn af beztu og dáðustu sonum ættjarðar sinnar. Alkunna er, að á ófriðartímum hafa hernaðarþjóðirnar, hver um sig, heilar skrifstofur, sem ekkert hlutverk hafa annað en að búa til áróðursfregnir til útsendingar um heiminn, ýmist alveg uppspunnar eða sannleikanum er vikið svo við, að hann er óþekkjanlegur. Og úr persónulegu lífi voru þekkj um vér það, að daglega heyrum við hitt og þetta, sem enginn fótur er fyrir, sem ýmist er framleiðsla lygahneigðar ósann- sögulla manna, misskilið þvaður ábyrgðarlauss fólks, eða blátt áfram sett á stað í ákveðnum, illum tilgangi. Og sjálf- sagt erum vér flest eða öll eitthvað sek í þessu efni sjálf, að minnsta kosti um það, að mæla fleira en þörf krefur. Þegar vér höfum nú þetta í huga, er þá ekki vert að líta betur á orð Jesú: Sérhvert ónytjuorð, það er mennirnir mæla, fyrir það skulu þeir á dómsdegi reikning lúka; því að af orðum þínum muntu verða réttlættur, og af orðum þínum muntu verða sakfelldur. Mun oss ekki fara fleirum eins og prestinum, sem ekki skildi ábyrgðina, sem hann skapaði sér með tungu sinni, fyrr en hann sá eins dags tal sitt uppskrifað? Hugsum strax til þess, hvernig oss bregð- ur við, þegar vér sjáum eða heyrum allt tal heillrar ævi, þar sem ekkert er gleymt og ekkert rangfært, þar sem ekkert er einskisvert, heldur annaðhvort réttlætir eða sak- fellir, þar sem vér hljótum að uppskera eins og vér höfum sáð.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.