Sameiningin - 01.05.1950, Blaðsíða 14
60
Sameiningin
Gef oss, drottinn, að læra að gæta tungu vorrar. Skapa
í oss hreint hjarta og helga hugarfar vort allt, svo að sér-
hvert orð vort sé vottur varúðar og kærleika hið innra
með oss.
Stýr minni tungu að tala gott
og tignar þinnar minnast,
lát aldrei baktal agg né spott
í orðum mínum finnast.
(Kirkjuritið) — Friðrik J. Rafnar
_
Brot af sögu Fríkirkjusafnaðarins
í Reykjavík
Frá byrjun göngu sinnar fylgdist Sameiningin jafna af
áhuga með kirkjumálum fslands. Á hinni löngu ritstjórnar-
tíð Dr. Jóns Bjarnasonar var jafnan þar að finna fréttir og
straumhvörf þess er þar var að gerast í kirkjulegum mál-
um. Tíðum var þar greint á hin ýmsu atriði er á milli bar.
Jafnan var fríkirkju hreyfingunni íslenzku fylgt fram, sem
um margt er hið ákjósanlegasta fyrirkomulag í kirkju ætt-
lands vors. Dr. Jón bar þá hreyfingu fyrir brjósti og ritaði
margt og mikið um þau efni, einkum á fyrri árum; gerði
hann þeim málum glögg skil.
Fríkirkjuhreyfingin á íslandi á sér nú all-langa sögu,
er ekki skal rakin hér, þótt fróðlegt væri upp að rifja. Þó
má yfirleitt fullyrða að víðast hvar hefir fríkirkjuhreyfing-
in ekki átt þann framgang eða þroska er vænta mætti, •—
einkum þó af þeirri ástæðu að í ýmsum tilfellum hefir hún
átt upptök sín í stundaróánægju heima í söfnuðum, oftar
en hitt út af veitingum prestakalla. Hafa þær sakir ávalt
verið jafnaðar. Nú mun svo komið málum að allur fjöldi
íslendinga heima, jafnt lærðir sem leikir eru þeirrar skoð-
unar að þjóðkirkju fyrirkomulagið sé — að.öllu athuguðu
yfirleitt hið affarasælasta þegar að staðhættir og strjálbýli
íslands er tekið til greina. Nú munu, að því oss er frekast
ljóst tveir fríkirkjusöfnuðir starfandi á íslandi, sem sé, í
Hafnarfirði og í Reykjavík. Þessi fáu orð snerta eingöngu
fríkirkjusöfnuðinn í Reykjavík — sögu hans, viðgang og