Sameiningin - 01.05.1950, Blaðsíða 15
Sameiningin
61
vöxt — og síðustu atburði er þar þar hafa skeð — og nú
er allmikið rætt um í Reykjavík — og hjá þjóðinni heima
yfirleitt.
Fyrir og um síðustu aldamót hafði Reykjavíkurbær
byrjað að vaxa mjög ört — hefir sá vöxtur haldið áfram ó-
slitið síðan. Það var rétt um aldamót að fólk víðsvegar af
landinu tók að streyma til Reykjavíkur, ekki hvað sízt úr
nærliggjandi sýslunum. Þilskipaútvegurinn og nýjar fram-
kvæmdir í atvinnuvegum voru því valdandi.
Með sanni mátti segja að hin eina kirkja bæjarins —
dómkirkjan var algerlega ónóg fyrir þarfir safnaðarins, ef
um reglulega kirkjusókn var að ræða af hálfu bæjarbúa
og næsta umhverfis. Allir vissu að þessi eina kirkja gat
ekki rúmað nema brot af söfnuðinum. Þá var það einnig
á allra vitorði að prestur dómkirkjunnar var svo störfum
hlaðinn — að ókleyft var einum manni að afljúka störfum
þeim er á herðar hans féllu. (Lög um tvo presta við dóm-
kirkjusöfnuðinn munu hafa gengið í gildi um eða fyrir 1909).
Séra Jón Bjarnason var heima á Islandi 1899. Honum
farast þannig orð um kirkjumál Reykvíkinga, í Sam. 6. jan
1900: —
„Það hefði fyrir löngu átt að vera búið að skifta Reykja-
víkurprestakalli sundur í tvær eða fleiri kirkjusóknir. Verk
það, sem ætlað hefir verið einum presti í Reykjavík og
svæðinu þar í kring, er óhæfilega mikið. Hin svokölluðu
aukaverk eru þar svo mörg, eftir því sem séra Jóhann (Þor-
kelsson) fræddi oss um í sumar, og eins líka hlýtur að vera
eftir fólksfjölda í Reykjavikursókn, að það kemur til jafn-
aðar eitt slíkt verk, eða vel það, á hvern einasta dag í ár-
inu. Að hlaða þessum aukaverkum á einn mann í ofanálag
á prédikunarstarf hans, barna uppfræðing og alt annað, er
að sjálfsögðu heyrir prestsembættinu til, er hið fáránleg-
asta óvit. — Þar sem svona er hugsunarhátturinn kirkju-
legi orðinn, þar þarf vissulega einhver breyiing að verða,
svo að menn neyðist til að hugsa öðruvísi“. —
Séra Lárus Halldórsson, fyrv. prestur á Valþjófsstað,
hafði um nokkurra ára bil þjónað fríkirkjusöfnuðinum í
Reyðarfirði, fluttist til Reykjavíkur fyrir aldamót. Hann
hafði mikinn áhuga fyrir fríkirkjumálinu. Áhugi hans í
þeim málum mætti einnig áhuga fjölda manna í Reykjavík,
bæði nýlega til bæjarins komnir, en einnig annara er til