Sameiningin - 01.05.1950, Blaðsíða 18
64
Sameiningin
presti þeim er kosningu hlaut, heldur mun grundvallar-
ástæðan vera sú að hlutaðeigendur telja að utansafnaðar
menn, þeir sem ekki tilheyra fríkirkjunni, hafi skift sér
af kosningunum, er og réði úrslitum. Ef til vill áttu einhver
pólitísk straumhvörf hér einnig hlut að máli. Hvort nú að
trúmálaafstaða eða mismunandi skilningur á trúmálum er
hér að verki, þorum vér alls ekki neitt um að segja ókunn-
ugleika vegna. Fylgismenn cand. Emils munu hafa lagt
fast að honum að taka þjónustu í hinum Óháða fríkirkju-
söfnuði, lét hann tilleiðast til þess, en að sögn í fyrstu, án
allrar borgunar. Enn eru þeir, eftir sem áður að vorum skiln-
ingi í fríkirkjusöfnuðinum, og munu greiða þar til prests
og kirkju. Biskup íslands vígði cand. Emil 24. febr. — fór
vígslan fram í dómkirkjunni; er séra Emil nú tekinn að
starfa í hinum Óháða söfnuði, eins og hann er nefndur.
Séra Emil er talinn efnilegur gáfumaður; hefir hann verið
starfsmaður ríkisútvarpsins hin síðari ár.
Ýmsan vanda á myndun þessa nýja safnaðar í för með
sér, bæði fyrir fríkirkjusöfnuðinn sjálfan og prest hans,
en einnig fyrir alla þá er að stofnun hins Óháða safnaðar
standa, ekki síður en kristni ættlands vors yfirleitt.
Af fréttum blaða að dæma er afarmikil aðsókn að mess-
um séra Emils er hann flytur í einu af kvikmyndahúsum
borgarinnar. Enn sem komið er, mun ekki hafa tekist að ná
samningum um notkun fríkirkjuhússins fyrir þetta brot
safnaðarins. Ætla má að nokkur hiti eigi sér stað, út af
því sem að orðið er. Mikið er undir því komið að fá heppi-
lega og kristilega úrlausn þessara mála. Eru ekki þessir at-
burðir er skeð hafa vænlegir til blessunar ef vel er á haldið,
og gæti ekki sá hiti er kann að eiga sér stað, ásamt auknum
áhuga á andlegum málum verið notaður kristninni í vil til
stærri sigurvinninga? — Oss virðist að úrlausnin bezta sé
í því fólgin að báðir prestarnir þjóni og starfi í fríkirkju-
söfnuðinum, hlið við hlið, með kærleiksvilja og sameinuð-
um hugum og hjörtum og höndum, og myndi sigursælt
reynast. Um 40 ár hafa tveir prestar þjónað hlið við hlið í
dómkirkjusöfnuðinum í Reykjavík, og nú um nokkur ár
tveir eða þrír í Hallgrímssöfnuði, og hefir ekki heyrst annað
en að vel fari. Þannig virðist oss að málum fríkirkjusafnað-
arins myndi bezt komið til framhaldandi affarasælu og sér-
stæðu starfi kirkju Krists til heilla. Vér vonum, biðjum og
trúum að svo giftusamlega mætti til takast. S. Ólafsson