Sameiningin - 01.04.1958, Side 3
Sameiningin --------------------------------
A quarterly, in support of Church and Christianity amongst Iceianders
Published by
THE EVANGELICAL, LUTHERAN SYNOD OF NORTH AMERICA
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Editor: DR. V. J. EYLANDS
686 Banning St., Winnipeg 10, Manitoba, Canada
Treasurer: MRS. B. S. BENSON, 757 Home St., Winnipeg 3, Manitoba
ÓLAFUR SIvÚIjASON, sóknarprestur, Mountain, N.l).
Kirkjuþingið 1958
Það er engum vafa bundið, að orð vekja mismunandi
andsvör. Sum orð vekja ósjálfrátt ímugust í hugum okkar,
cnnur beiskju, gremju eða jafnvel hatur. Enn önnur gleði
og hrifningu, sum lotningu. Orðið „kirkjuþing“ vekur hjá
mér nokkurs konar sambland af þeim tilfinningastraumum,
sem síðast eru nefndir: gleði og lotningu. Og á það ekki
einungis við um hin síðustu ár, heldur nær það langt aftur,
löngu áður en ég sjálfur fór að sækja kirkjuþing eða búast
við því, að ég mundi nokkurn tíman gera það. Allt frá því
að ég var drengur hefur þetta orð haft yfir sér einhvern
helgiblæ og aðdáunnar. Mér fannst helgin koma af því, að
þarna voru menn að ræða mál, sem snerti kirkju Krists á
jörðunni og aðdáun mín stafaði af því, að mér fannst það
hlyti að vera hið virðingarmesta hlutverk, sem hugsazt gat,
að vera til slíks kallaður.
Iiugmyndir barna og unglinga stangast því miður oft á
við veruleikann, samt hefur Kirkjuþing ekki tapað bjarma
sínum í huga mér og enn finnst mér það mikill heiður og
ábyrgð að hafa verið til þess kallaður að eiga þar sæti og
mega leggja eitthvað til málanna. Og eigi er ég einn um það.
Þeir eru fjölmargir, sem hafa snúið heim að kirkjuþingi
loknu fagnandi yfir því að hafa verið þar, en sömuleiðis
hugsandi sökum þess, sem þeir hafa lært þar. Því kirkju-
þing er ekki einungis til þess ætlað að ráða málum, heldur
einnig og miklu fremur að útlista og aðstoða, því lokaátakið,
það sem gerir út um sigur eða tap, verður að koma frá
hinum einstöku meðlimum, sem tilheyra söfnuðunum. Og
samvizkusömum þingfulltrúum er ljós ábyrgð sú, sem á
þeim hvílir, að útlista mál þingsins og ákvarðanir í heima