Sameiningin - 01.04.1958, Qupperneq 5
Sameiningin
3
kunnu snilld, en við kvöldguðsþjónustuna steig séra A- Bell
í stólinn. En Dr. Bell var fulltrúi Sameinuðu Lútersku Kirkj-
unnar við vígslu Systur Laufeyjar ásamt Systur Önnu Mel-
ville, sem er skólastjóri við Djáknaskóla þann í Baltimore,
sem frú Laufey sótti. Altarisþjónustuna önnuðust forseti
Kirkjufélagsins, séra Eric H. Sigmar og ritari þess, séra
Ólafur Skúlason ásamt séra Jack Larson. Við báðar þessar
guðsþjónustur var söfnuðurinn leiddur í söng af hinum
glæsilega kirkjukór Fyrstu Lútersku Kirkju undir stjórn
frú Bjargar V. ísfeld. Einsöngvarar voru frú Pearl Johnson
og frú Svava Sigmar.
Að lokinni altarisgöngu fulltrúa og gesta eftir kvöld-
guðsþjónustuna setti forseti Kirkjuþingið og var ekki að
sjá á þessu þingi, að það væri í fyrsta skipið, sem séra Eric
handléki fundarhamarinn, svo vel fórst honum úr hendi
fundarstjórn öll. Hann bauð fulltrúa og gesti velkomna og
þakkaði gestgjöfum allan undirbúning og gestrisni. Séra
Ólafur Skúlason, ritari Kirkjufélagsins, las kveðjur, sem
þinginu höfðu borizt, frá heiðursverndara þess Hr. Ásmundi
Guðmundssyni, biskup fslands, þar sem hann bað Guð að
blessa þingið og fulltrúa og flutti kveðju Kirkju íslands, frá
séra Octaviusi Thorlaksyni. Sömuleiðis bárust kveðjur frá
séra Haraldi Sigmar, fyrrverandi forseta Kirkjufélagsins,
séra Sigurði Ólafssyni, séra Harald Sigmar, sem nú kennir
við Guðfræðideild Háskóla íslands, séra Guðmundi Páli
Johnson o. fl. Allar voru þessar kveðjur velþegnar og
sendendum þakkað.
Þá má ekki gleyma annarri hátíðlegri stundu í sambandi
við kvöldguðsþjónustuna. Þegar forseti tilkynnti þingheimi,
að séra Rúnólfur Marteinsson væri nú að sækja sextugasta
Kirkjuþing sitt, og varaforseti bætti því við, að í dag væri
frú Ingunn Marteinsson að halda hátíðlegt 85 ára afmæli sitt.
Hyllti þingheimur þessa brautryðjendur Kirkjufélagsins
með því að rísa úr sætum sínum og þakka þeim mikið og
óeigingjarnt starf.
Að lokinni guðsþjónustunni héldu kirkjugestir niður í
neðri sal kirkjunnar og nutu allir rausnarlegra veitinga.
Hélzt það út allt kirkjuþingið, að allar veitingar voru eins
góðar og lostætar og hugsazt gat- Á kvenfólk Fyrstu
Lúthersku kirkju miklar þakkir skyldar fyrir rausn og
frammistöðu alla.