Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1958, Side 18

Sameiningin - 01.04.1958, Side 18
16 Sameiningin Það er haft eftir Sveini Björnssyni forseta Islands, að hann hafi ekki vitað, hve ísland var stórt, fyrr en hann kom til Vesturheims. íslendingabyggðirnar vestra voru honum eins og hluti af íslandi. Ég vildi óska, að þetta sjónarmið mætti ríkja með okkur öllum. Við komuna til minna mörgu vina í Vesturheimi síðast- liðið sumar minnist ég einkum orða Krists: Allir eiga beir ao vera eitt. Já, allir eitt í starfi fyrir kristindóminn austan hafs og vestan. Vandi lífsins er að sjá það spor, sem á að stíga — og stíga það. Svo styrki oss Guð giftu. —EÐDA 23. S Á L M U R í Ijóð færðui* ai* Ásgeir Magnússyni í'rá Ægissíðu Hinn eilífi er minn hirðir og engan hlut brestur lengur. í haglendum má ég hvílast, þar hnígur lind mér til yndis. Hann leiðir mig vizku vegu og veigar hans önd mín teigar. Hann lætur mig næðis njóta, um nafn hans minn óður safnist. Og þó að á dali dimmi, er ei dauða né sótt að óttast. Þú vísar mér veg til lífsins, þín valdstákn um aldir standa. Þú hleður mitt háborð vistum, í hatursmanns grennd ég matast. Minn bikar er barmafullur, þú baðar minn hvirfil smyrslum. Svo gengis ég nýt og gnótta, og gæfan er mín um ævi. Og ég mun um aldur langan þitt eigið hús gista mega.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.