Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1958, Side 7

Sameiningin - 01.04.1958, Side 7
Sameiningin 5 skýrslan. Var hún mjög ýtarleg og gerði grein fyrir starf- semi allra safnaða Kirkjufélagsins auk almennra upplýsinga. Var skýrslan löng en eftirtektarverð. Þar næst gaf ritari Kirkjufélagsins skýrslu framkvæmdarstjórnarinnar. Þá kom skýrsla gjaldkera Kirkjufélagsins, hr. Óskars Bjork- lunds. Niðurstöðutölur reikninganna sýndu, að $10,857.22 höfðu farið um hendur gjaldkerans, þar af hafði $8,229.93 verið varið til alls konar starfsemi að mestu utan Kirkju- félagsins (Benevolence og Lutheran World Action), en 2,627.29 höfðu farið í starfskostnað við sjálft Kirkjufélagið, þar af næstum 1,000.00 til útgáfu “The Parish Messenger.” Gjaidkeri lagði einnig fram fjárhagsáætlun næsta árs. Eru niðurstöðutölur hennar $21,641-58, eða um það bil tvöföld upphæð sú, sem Kirkjufélagið hafði til umráða árið 1958. Verða því margir að herða sig og leggja meira að sér, ef fjárhagsáætlunin á að verða meira en pappírsdraumur. En ekki er þörf að örvænta strax. Á hæla gjaldkera kom Ray Vopni með skýrslu “stewardship secretary.” Var hún mjög eftirtektarverð. Hvatti hann alla til að gera sitt ýtrasta til að leggja hönd á plóginn til framgöngu Guðs Ríkis. Hann benti á það, að hver fermdur meðlimur Kirkjufélagsins þyrfti að gefa $6.18 til starfsemi utan safnaðanna, ef við eigum að ná settu marki. Áður en fulltrúar héldu til hlað- inna matarborða, hlýddu þeir á skýrslu Kvenfélagasam- bandsins, sem vinnur mikið og þarft verk, sérstaklega í sambandi við Sumarbúðirnar við Winnipegvatnið. Séra Jóhann Friðriksson, 'sem nú þjónar í Scandia, Alberta, en er enn meðlimur Kirkjufélagsins, prédikaði við guðsþjónustuna eftir miðdagshléið. Þá tilkynnti forseti, að nokkrir meðlimir Betel-nefndarinnar væru mættir reiðu- búnir til að gefa skýrslu sína. Orð fyrir þeim hafði Dr. P. H. T. Thorlakson. Var skýrsla sú hin glæsilegasta sökum hins mikla starfs, sem hún bar vott um. Var nefndarmönn- um þökkuð frammistaða þeirra og framkvæmdir allar- Er rétt að geta þess hér, að eftir að þingfundum lauk á mið- vikudaginn, héldu flestir þingfulltrúar og margir gestir til Gimli og skoðuðu hið glæsilega Elliheimili. Var þar bjart um að litast, en bjartast var yfirbragð vistmanna, gleði og friður skein út úr hverri ásjónu. Þar töluðu þeir prestarnir séra Eric Sigmar, séra Eiríkur Brynjólfsson, séra John Fullmer, séra Ólafur Skúlason og að lokum séra Sigurður

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.