Sameiningin - 01.04.1958, Qupperneq 19
Sameiningin
17
á, ég stend við dyrnar —
Hann kemur og hljóðlega drepur á dyr,
dyr þíns hjarta.
Hann kemur með líknandi kærleik sem fyr
og kveikja vill ljósið sitt bjarta.
Hann hefir svo oftsinnis drepið á dyr,
dyr þíns hjarta.
Þú heyrðir það glöggt, en þú kúrðir samt kyr
í kulda og myrkrinu svarta.
Og enn þá hann kemur og drepur á dyr,
dyr þíns hjarta.
„Hví opnarðu’ ei hús þitt?“ nann angurvær spyr,
„ég eyða vil myrkrinu svarta.“
Ef þekktir þú Jesúm, sem drepur á dyr,
dyr þíns hjarta, —
þá hefðir þú opnað með fögnuði fyr,
svo flætt gæti’ inn ljósið hans bjarta.
Ó, opnaðu nú, því hann drepur á dyr, —
dyr þíns hjarta.
Hann kemur með líknandi kærleik sem fyr.
Seg: „Kom inn — með ljósið þitt bjarta.“
Já, velkominn vertu, sem drepur á dyr, —
dyr míns hjarta, —
og fyrirgef, að ég ei opnaði fyr,
en úthýsti ljósinu bjarta.
Ó, þökk sé þér, Jesú, sem drepur á dyr, —
dyr míns hjarta!
Ver hjé mér að eilífu, Herra minn, kyr,
með himneska ljómann þinn bjarta!
—VALD. V. SNÆVARR