Sameiningin - 01.04.1958, Blaðsíða 6
4
Sameiningin
Þingið var aftur kvatt til starfa á mánudagsmorguninn
og hlýddi fyrst á séra Eirík Brynjólfsson frá Vancouver
prédika. Síðan hófust hin föstu störf þingsins. Til að gera
fulltrúunum auðveldara með að fylgjast vel með öllu og
geta rætt um málin af fullum kunnugleika, höfðu þeim verið
afhent fjölrituð bók, þar sem í var dagskrá þingsins og
skýrslur allra fastra nefnda og einstaklinga, sem gefnar yrðu
Myndin að oi'an sýnir atliöfnina, cr Systir 1/aufey Olson iilaut tljákna-
vígslu f Pyrstu lútersku kirkju á kirkjuþinsi því sem fór fram S.—11.
júní s.I. I’eir sem myndin sýnir eru frá vinstri til hægri: Séra ólafur
Skúlason, skrifari Kirkjufélagsins, Dr. Alvin ISell. fulltrúi Djákna-
deiltlar Sameinuðu lút. kirkjunnar í Ameríku, séra Krie H. Sigmar,
l'orseti Kirkjufélagsins, Dr. V. J. Eylands, vara-forseti þess, og' prestur
Pyrstu lútersku kirkju. Þeir embættismenn Kirkjuíélagsins, scm að
ofan greinir, voru allir endui’kosnir í embætti sín í lok þingsins.
á þinginu. Gerði þetta allt starf miklu auðveldara. Þá var
fundargjörð hvers dags fjölrituð og útbýtt til fulltrúa
næsta morgun, hvað einnig auðveldaði starf þeirra við að
gefa skýrslu um þingið, er heim var komið. Setti allt þetta
sinn svip á þingið, og mun þetta væntanlega verða haft til
fyrirmyndar komandi Kirkjuþingum.
Fyrsta skýrslan, sem gefin var á þinginu, var forseta-