Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1958, Síða 13

Sameiningin - 01.04.1958, Síða 13
Sameiningin 11 marms, og svo séra Páls Sigurðssonar, er var mjög lærður bæði í guðfræði og heimspeki. Og nú þjónar þar ungur prestur síðustu árin, séra Ólafur Skúlason, hæfileikamaður mikill, sem nýtur óskoraðs trausts og samúðar safnaða sinna. í Argylebyggð vestur af Winnipeg þjónaði séra Friðrik Hallgrímsson árin 1903—1925. Festu störf hans djúpar rætur, og mátti finna þar lögnu síðar, hve minning hans þar var björt og rík. I Minneota í Minnesota í Bandaríkjunum þjónaði nokk- urt skeið dr. Friðrik Friðriksson. Fékk hann einhuga köllun safnaðarfólksins um að setjast þar að. Lék honum nokkur hugur á því, en kaus þó heldur að hverfa heim til íslands. Hann eignaðist marga vini vestra, og fagna þeir því enn, að hann skyldi vera prestur þar, þótt ekki væri nema stuttan tíma. IV. Þannig er þó ekki nema hálfsögð sagan. Prestarnir af íslandi, sem þjónuðu vestra, urðu fyrir miklum áhrifum af kirkjulífi og safnaðarlífi þar, og þeirra áhrifa hefir gætt í starfi þeirra hér heima. Þau hafa t. d. vafalaust átt sinn þátt í því, að hér risu sunnudagaskólar og leikmannsstarf hefir aukizt í söfnuðunum- Elliheimilið í Reykjavík er einnig dóttir Elliheimilisins á Gimli. Og enginn vafi er heldur á því, að kirkjufaðir Vestur-Islendinga, séra Jón Bjarnason, hafði sterk áhrif á kirkjulífið heima á íslandi. Rit hans Sam- einingin var skrifuð af spámannlegum þrótti, og lásu margir heima á íslandi, einkum prestarnir. Svo ferðaðist séra Jón einnig hér nokkuð um. Sama gerði Séra Friðrik Bergmann. Tímarit hans, Breiðablik, var glæsilegt og ritað af miklu andríki, svo að ýmsir hrifust af því. í þessum ritum kom stundum fram mikil gagnrýni á kristnilífi og kirkjulífi á íslandi, og var tekið nokkurt tillit til þess, því að „sá er vinur, er til vamms segir.“ V. Árið 1919 var stofnað Þjóðræknisfélag Vestur-íslend- inga til verndar feðratungu þeirra og þjóðerni, til varnar því, að þeir hyrfu eins og dropi í haf hinna enskumælandi

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.