Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1958, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.04.1958, Blaðsíða 19
Sameiningin 17 á, ég stend við dyrnar — Hann kemur og hljóðlega drepur á dyr, dyr þíns hjarta. Hann kemur með líknandi kærleik sem fyr og kveikja vill ljósið sitt bjarta. Hann hefir svo oftsinnis drepið á dyr, dyr þíns hjarta. Þú heyrðir það glöggt, en þú kúrðir samt kyr í kulda og myrkrinu svarta. Og enn þá hann kemur og drepur á dyr, dyr þíns hjarta. „Hví opnarðu’ ei hús þitt?“ nann angurvær spyr, „ég eyða vil myrkrinu svarta.“ Ef þekktir þú Jesúm, sem drepur á dyr, dyr þíns hjarta, — þá hefðir þú opnað með fögnuði fyr, svo flætt gæti’ inn ljósið hans bjarta. Ó, opnaðu nú, því hann drepur á dyr, — dyr þíns hjarta. Hann kemur með líknandi kærleik sem fyr. Seg: „Kom inn — með ljósið þitt bjarta.“ Já, velkominn vertu, sem drepur á dyr, — dyr míns hjarta, — og fyrirgef, að ég ei opnaði fyr, en úthýsti ljósinu bjarta. Ó, þökk sé þér, Jesú, sem drepur á dyr, — dyr míns hjarta! Ver hjé mér að eilífu, Herra minn, kyr, með himneska ljómann þinn bjarta! —VALD. V. SNÆVARR

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.