Sameiningin - 01.03.1946, Blaðsíða 3
i£>ametntngtn
Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga
gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vesturheimi.
Ritstjóri: Séra Sigurður Ólafsson, Box 701, Selkirk, Man.
Féhirðir: Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winnipeg.
61. ÁRG. WINNIPEG, MARZ, 1946 Nr. 3
Synd og Náð
Enn þá einu sinni er fastan gengin í garð; alvara hennar
snertir hugi vora og hjörtu, knýr oss til íhugunar um af-
stöðu vora við Guð, um eigin sekt. En orðið synd lætur
jafnan illa í eyrum vorum. Mörgum finst að það sé sær-
andi orð, óþjálft orð, of sterkt orð, sem að ekki sæmi að
viðhafa um afstöðu nútíðar fólks gagnvart Guði. En sjálf
föstutíðin, með þeirri alvöru sem henni fylgir, með þeim
minningum sem við hana eru tengdar, minnir oss svo
átakanlega á mátt og vald syndarinnar sem ríkir í sálum
vor mannanna — og í heimi gjörvöllum. Það var máttur
hins illa, sem að þrýsti Jesú til að ganga þjáningaleiðina
til krossins á Golgata. Allir menn eiga þar hlut að máli.
Syndin, þetta óvinsæla orð fær á sig annan og nokkuð
persónulegri blæ, gengur nær hugum vorum og hjörtum,
er vér hugsum um hana, sem orsök að pínu og dauða Drott-
ins vors Jesú Krists.
Þegar vér hugsum um þjáningar hans og dauða, færist
sektin, sem vér höfum, of oft, látið oss í léttu rúmi liggja,
nær hverjum og einum af oss. Vér sjáum ægilegleik hennar