Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1946, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.03.1946, Blaðsíða 6
36 augu við ófullkomlegleik vorn og syndir, látum oss þiggja náðarboð frelsara vors Jesú Krists; viðurkenna að á náð Guðs þurfum vér að halda. Látum oss skiljast að “Ef vér segjum vér höfum ekki synd, þá svíkjum vér sjálfa oss, og sannleikurinn er ekki í oss. — Ef vér játum syndir vorar þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.” S. Ólafsson. Hví var Jesús Krossfeátur ? Hvaða öfl urðu til þess að krossfesta Krist? Þetta þykir kannske óeðlileg spurning. Mönnum finst kannske eðli- legra að spyrja : Hverjir krossfestu Krist?—Jú, vér vitum það. Það voru einkum leiðtogar Gyðinga og Pílatus. En það hlutu að vera ákveðnar ástæður fyrir því. Þeir voru ekki grimmir vargar, sem krossfestu hann bara til að skemta sér v'ð sársauka hans og kvöl. Eg vil nefna nokkur öfl, sem mér skilst að hafi einkum orðið til þess að krossfesta Jesú. Og þegar eg hefi nefnt þau', vil eg gjöra nokkra grein fyrir því hvers vegna að mér virðist að þau öfl hafi einkum orðið til að krossfesta hann: 1. Afbökuð og rangsnúin hollusta við úrelta afstöðu. 2. Eigingjarnt hirðuleysi um velferð annara, og grimd sem var óforsvaranleg gagnvart öðrum. 3. Staðfestuleysi og ósjálfstæði reikullar alþýðu. Þegar vér athugum afstöðu Fariseanna til Krists og krossfestingar hans, ber oss að hugsa um það að þeir voru hvorki eingöngu né fyrst og fremst grimmir vargar, sem þráðu það eitt að særa, kvelja og deyða. Farisearnir voru afkomendur lærdómsmanna og leiðtoga, sem voru mikils- virtir í sínu þjóðfélagi, og sem höfðu mjög ákveðnar skoð- anir um stjórnmál, trúmál og öll mannfélagsmál. Afkom- endurnir höfðu á ýmsan hátt tekið afstöðu þeirra og skoð- anir í arf. Farísearnir, sem uppi voru á dögum Krists, voru því leiðandi menn hjá þjóð sinni í trúmálum og siðferðis málum. Þeir voru kirkjumenn og stjórnmálafrömuðir. En

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.