Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1946, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.03.1946, Blaðsíða 15
45 verk, sem hann hefir með höndum: að minka neyðina í landinu. Vöntunin er svo óskapleg á öllum sviðum. Hann fór með prestinum, í hermannabílnum hans, að samkomuhúsi, þar sem Kagawa átti að flytja ræðu. Fleiri þúsundir voru þar samankomnir til að hlýða á hann. Hon- um var tekið með miklum fögnuði. Hann talaði um frið og hvernig ætti að nota hann. Nú er það ekki lengur fangelsissök að tala um frið. Hann talaði fallega um sann- girni MacArthur’s og gott framferði Bandaríkja-hersins. “Fórnirnar,” sagði hann, “sem nauðsynlegar eru til að end- urreisa þjóðina, eru meiri en þær sem þörf var á til að heyja stríð.” Ef andi Kagawa fær að ráða, rís úr hinum geigvænlegu rústum nýr og betri Japan. Rúnóljur Marteinsson. Gullbrúðkaups Minningar Ejtir Judith Niles Það eru til eðlilegir vegir, sem eyða angri hugans og sefa storma sálarinnar. Við notfærum okkur þá vegi öll. Þegar að við viljum gleyma heiminum, og hrollkalari æfi, en leita friðarins og hvíldarinnar, þá grípum við til hinna alkunnu úrræða — göngutúrs úti 1 hugljúfri og friðsælli náttúrunni, rólegrar næturhvíldar og þess sem betra er, sálarrór þeirrar er arinneldur þíns eigin heimilis veitir. Loginn heillar huga þinn, þegar þú í hægindastól situr við hann, þá gleymirðu sjálfum þér og heiminum, og það eina sem verulegt verður í buga þér, eru myndirnar gullnu sem þú lest út úr loganum. Hvað eru þær margar, myndirnar í lífinu, sem augu mannanna geta hvílt við, eða horft á klukkutímunum saman, án þess að þær taki breytingum og veki vonbrigði? Ekki margar. Áin, þar sem hún líður eða streymir fram til sjávar, hefir sitt eigið aðdráttarafl, óumbreytanlegt. Niður og lögun haföldunnar er brotnar við ströndina, er ekki breyt-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.