Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1946, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.03.1946, Blaðsíða 13
43 Hann fórnaði sér til að hjálpa þeim, sem allra lægst voru sokknir í líkamlega og andlega eymd. í því starfi fékk hann smittandi sjúkdóm, sem eyðilagði sjónina á öðru auganu. En hann hélt áfram að starfa: prédikaði, gaf út bækur, stofnaði iðnfélög og leysti af hendi margvíslegt líknarstarf. Framkvæmdir hans voru undraverðar. Hann ferðaðist til Ameríku og flutti ræður og fyrirlestra frá hafi til hafs, alstaðar með miklum og góðum áhrifum. Sumir töldu Kagawa þá bezt kristna manninn í heiminum. Svona var Kagawa fyrir stríðið nýafstaðna. Hvaða áhrif hafði stríðið á Kagawa? “Frá sjöttu stundu v-arð myrkur um alt landið, alt til hinnar níundu.” Myrkur grúfði yfir landinu. Japanítarnir fóru beittum brandi um loft og láð, höfðu öll nýjustu tæki til hernaðar, söktu sum- um beztu skipum varaldarinnar, voru fræknir hermenn, unnu marga sigra, lögðu undir sig lönd og lýði, en þar sem þeir áttu þess kost, beittu þeir grimd, sem oft var djöfulleg. En hvað gjörðist í heimalandi þeirra? Um Það vissu menn ógjörla. Hvað varð um Kagawa? Varð hann hinum heiðnu í Japan að bráð? Eða féll hann í arma freistinganna og gekk í lið með þeim sem völdin höfðu? Beygði hann sig að lokum fyrir stríðsæðinu? Sú frétt barst til þessa lands. Eg sá á prenti fyrir nokkru, umsögn, sem átti að hafa komið frá honum, sem gaf fullkomlega til kynna, að stefna hans væri nú orðin öfug við það sem áður var. Nú er það 'komið í ljós, að þetta var tilbúningur einn, orðin algjörlega föLsuð. Kagawa er hinn sami, sarnii læri- sveinn Jesú Krists, sem hann áður var. Hann er nú umsjón- armaður líknarstarfsins 1 Japan. Frá þessu er sagt í des- ember-blaðinu af “The Foreign Missionary,” sem gefið er út af Sameinuðu kirkjunni lútersku. Ekki ætla eg að þýða greinina, sem þar stendur um hann, heldur leitast við að segja söguna, eða nokkur drög hennar. Það sem hér er sagt frá, skeði 6. október 1945. Sjóliðsprestur kom til þess að eiga tal við Kagawa, þennan dag, á skrifstofu hans í Tokyo. Presturinn bjóst við nokkrum örðugleik—að fá að sjá hinn fræga mann; en þar var engin fyrirstaða. Kagawa kom rakleiðis fram og ■heilsaði komumanni með miklum hlýleik. Þetta vakti óvæntan fögnuð hjá prestinum, en fögnuður prestsins breytt- ist fljótt í sársauka, þegar hann aðgætti Kagawa, sem hann hafði áður séð í Ameríku. Hann hafði elzt hræðilega mikið.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.