Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1946, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.03.1946, Blaðsíða 18
48 lifi,” sagði hann. — En eftir fárra vikna frelsi fór léttúðin að gera vart við sig aftur. Þegar hann kom að kveðja, — hann komst í skip vestur um haf, — þá sagði eg við hann eitthvað á þessa leið : “Mér virðist að aukaatriðið hafi tekist allvel, sem sé, að fá yður til að snúa að mér, — en aðalatriðið er því miður eftir enn, að fá yður til að snúa alveg að Kristi. Hvað má eg segja henni móður yðar, ef eg skyldi hitta hana ?” “Það er bezt að segja henni ekkert um mig,” sagði hann. “Eg skrifa henni, þegar eg hefi einhverjar góðar fréttir handa henni.” Svo fór hann með mörg þakkarorð til mín á vörum sér, — en með hugann allan við ný ævintýri vestra, — held eg. Síðan eru liðin rúm 30 ár, og eg hefi ekkert um hann heyrt. — Og þó er sögunni ekki alveg lokið. Fám árum síðar var eg staddur við miðdegisverð á heimili séra Vilh. Kolds, er þá var prestur í Brorsonskirkju í Kaupmannahöfn. Meðan við vorum að borða, sagði eg frá þessu atviki, þegar rit frá prestinum hitti einn af ferming- ardrengjum hans í fangelsi út á íslandi. “Hvað hét hann? Hvað hét hann?” spurðu þeir, sem við borðið sátu, hver eftir öðrum. — Já, hvað hét hann? Nafnið var alveg horfið úr minni mínu. Eg fann, að sagan þótti ekki nærri eins góð, er eg gat ekki nefnt manninn. En við það sat. — Eftir miðdegisverðinn sátum við séra Kold stundarkorn tveir einir í skrifstofu hans. “Haldið þér, að þér séuð alveg búnir að gleyma nafni piltsins?” sagði presturinn þá við mig. Og viti menn : Nú mundi eg allt í einu nafnið og sagði það. “Nei, var það hann?” sagði séra Kold. “En hvað það er einkennilegt og ágætt, að þér skylduð ekki muna nafnið áðan. Stúlkurnar, sem borðuðu með okkur, hefðu ekki þagað um það, og svo hefði móðir hans frétt það. Hún var trúuð, fátæk ekkja og kemur oft bæði á heimili mitt og til biblíulestra safnaðarins. Hún veit, að sonur hennar var á íslandi um tíma, en hefir enga hugmynd um, að hann hafi komizt þar undir manna hendur, og það er líkast því, að Guð hafi viljað hlífa henni við þeirri sorg, fyrst þér munduð ekki eftir nafni hans fyrr en nú. Hún biður daglega fyrir drengnum sínum, og við vonum, að Guð geti fundið aftur einhvern til að fara með skilaboð til hans, þegar honum liggur á.” Armar Guðs ná langt. — Sigurbjörn Á. Gíslason.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.