Sameiningin - 01.03.1946, Blaðsíða 10
40
augum allra manna. Því ef menn sj á þá mynd með glöggri
og lifandi sjón, þá hlýtur hún að laða menn til Guðs og
frelsarans, og til þess málsstaðar og þeirrar afstöðu í lífinu,
sem Jesús vill leiða alla menn til.
Þegar vér horfum á Jesú, á kærleiks og krossferli hans,
og sjáum geisla frá honum, kraft kærleikans, hreinleikans
og sannleikans, þá hlýtur það að laða oss til að þrá að fylgja
honum fast eftir, og fylgja honum alla daga vors lífs.
H. Sigmar.
Skynsemiátrúin
Eftir Séra S. S. Christopherson
Skynsemistrúin, svo kallaða á sér sögu jafngamla sögu
mannkynsins.
Máttur þess illa réðist á manninn í bernsku sinni og
taldi honum trú um, að hættulaust væri með öllu fyrir hann
að fara sínar leiðir, án til lits til fyrirskipunar skaparnas.
Án til lits til uppeldis reglugerðar hans eða tilgangs hans með
sköpun mannsins. Maðurinn átti frelsi sitt og hlaut því að
mega fara eftir eigin vild; lofað gulli og grænum skógi ef
hann gerði það. Þið munuð verða eins og Guð og vita skyn
góðs og ills.
Fögur loforð, skjall og fleðuskapur er ávalt útgengileg
vara, og gengur í augu margra; það reið líka hér baggamun-
inn. Lögmál Guðs voru brotin og tilgangur hans fótum
troðinn.
Maðurinn sneri skrefum sínum inn á rökkurfjöll synd-
ar, hörmunga og vonleysis. — — —
Tveir bræður gengu til fundar við Guð til þess að færa
honum fórn. Bræður þessir, Kain og Abel, komu hvor með
sína fóm. Fórn Kains góð í sjálfu sér, var ekki borin fram
af því hugarfari, sem Guði er velþóknanlegt. Fórn Abels
var með öðrum hætti, og Guð leit með velþókun til fórnar
hans.
Þetta gat Kain ekki þolað; hann lokkaði Abel út
á akurinn, réðst á hann og drap hann. Nú skar Guð úr og
dæmdi Kain þau örlög að vera landflótta og flakkandi á
jörðunni.