Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1946, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.03.1946, Blaðsíða 9
39 hættuleg öfl sem til greina koma við krossfestingu Krists, séu ekki ábærilegri og jafnvel verri en sjálfur faríseahátt- urinn, þó hann sé nægilega illur. Hugsum t. d. um Sadúke- ana og hið kalda og grimma kæruleysi þeirra, þótt þeir vissu að aðrir hlytu að líða þungar þjáningar og þrautir, bara ef þeir liðu ekki sjálfir. Fátækt og allsleysi, hungursneið, örvænting og margt og margt fleira böl á þessari fríðu og frjóu jörð, á sér nú átak- anlega víða stað. En þó er ekki nándarnærri nógu mikill og brennandi áhugi fyrir því að bæta úr því margvíslega heljarböli. Það er erfitt að fá menn til að skilja þörfina, þó hún reyndar blasi við auga, og erfiðara þó að fá menn til að leggja á sig til að bæta úr þeirri brýnu þörf. Hræðileg er sú hneigð, sem of oft hefir komið fram í sögunni, og heldur enn áfram að koma fram aftur og aftur, að ófrægja, tortryggja, og jafnvel að ryðja úr vegi, þeim sem eru sannir vinir mannkynsins. Umbótafrömuðir virð- ast svo átakanlega oft hættulegir í 'augum þeirra, sem finst sinn eigin hagnaður á einhvern hátt vera í veði. Hræðileg er rangsleitnin í sambandi við það að reyna að hafa áhrif á þá sem úrskurðarvaldið hafa í sínum höndum á ýmsan hátt. — Að hafa þá þau áhrif ein sem leiði til eigin hagnaðar. Slík svikráð eru svo oft á ferðinni í heimi hér, að oss hrýs hugur við. Sú afstaða hlýtur sífelt að standa í vegi fyrir framförum, umbótum, sanngirni og réttlæti. Og altaf verður að óttast þann reikula hug fjöldans, sem alt of oft lætur æsa sig til mótstöðu gegn sínum beztu vinum, og sem stundum lætur toga sig langt burt frá sínum allra bezta vini, Jesú Kristi, og lætur þá jafnvel stundum ginna sig til þess að ganga í lið með óvinum hans að kross- festa hann að nýju. Þessi mikli og margvíslegi veikleiki mannanna og þjóðanna, sem opinberast svo oft enn þann dag í dag, eins og hann hefir oft áður gjört í sögu mannanna, bendir á ■hvað þörfin er brýn að kristnir einstaklingar og kristnir söfnuðir leggi krafta sína fram til að leiða alþýðuna og leiðtoga hennar til verulegs samfélags við anda Guðs. Fólkið verður að læra að þekkja Jesú sem frelsara sinn. En líka verður það að læra að þekkja hann sem fyrirmynd sína í göfugu og guði-helguðu líferni og drengilegri framkomu. Myndin af Jesú Kristi eins og hún opinbérast í guðspjöll- um Nýja Testamentisins, þarf að verða skýr og glögg fyrir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.