Sameiningin - 01.03.1946, Blaðsíða 7
37
gallinn mikli hjá þeim var sá, að hugur þeirra var harð-
læstur fyrir öllu góðu og göfugu, sem kom úr einhverri
annari átt en þeir höfðu vanist áður. Þegar eflingu trúar
og góðs siðferðis var því framfylgt með öðru sniði og frá
öðru sjónarmiði en þeir höfðu áður vanist, vildu þeir
naumast við því líta. Þegar Jesú fór að kenna, prédika og
lifa eftir alt öðrum reglum og í alt öðrum anda en þeir
höfðu sjálfir gjört, þá urðu þeir þegar hræddir við hann,
og óttinn snérist svo fljótt í hatur og ofsóknarbug. Það var
því í raun réttri afbökuð og rangsnúin hollusta við gamlar
siðvenjur og úreltann hugsunarhátt og afstöðu, sem frá
þeirra hálfu leiddi til krossfestingar Krists.
Sadúkearnir virðast hafa verið hinn pólitíski flokkur
hinnar háttsettu prestastéttar í ísrael. Þeir sátu ánægðir
og vel á sig komnir í þægilegri afstöðu, bæði félagslega og
efnalega. Þeim var ekkert áhugamál að riðja Jesú úr vegi,
nema fyrir það eitt að þeir óttuðust að hann mundi vegna
umbótastarfsemi sinnar og óvanalegri kærleiksumhyggju
fyrir velferð hinna undirokuðu, kollvarpa stöðu þeirra, og
opinbera það, hve óréttmætur væri sá hagnaður sem þeir
yrðu aðnjótandi án nokkrar fyrirhafnar.
Þegar að því kom að farísearnir vildu dauða Krists,
vegna síns misskilnings á honum og málefni hans, þá voru
Sadúkearnir því meðmæltir. Þeir vissu vel að Jesús hafði
ekkert til þess unnið að vera deyddur. En þeir voru hræddir
um sig. Afstaða þeirra var sýnilega sú, að það væri vissara
að losast við hann af sjónarsviðinu, svo að afstaða þeirra
væri ekki í neinni hættu. Hér er því eigingjarnt hirðuleysi
um velferð annara og skortur á sæmilegum góðvilja, sem
á sinn þátt í krossfestingu Krists.
Einusinni hafði Annas verið æðstiprestur Gyðinga. Það
lítur svo út að hann hafi á þeirri tíð, komið ár sinni þannig
fyrir borð, að hann og hús hans hafi hagnast stórkostlega
af þeim kaupum og sölum, og þeirri peningavíxlan, sem
fram fór í musterinu útaf fórnargjörð fólksins. Ekki verður
annað séð en að hann hafi haft kænsku til að búa svo um
hnúta að þessi hagnaður héldi áfram þó hann hætti að vera
æðstiprestur.
Þegar það varð auðsætt að Jesús hafði komið glöggu auga
á þá smán er tíðkaðist við þessa verzlun í musteri Guðs og þá
stóru rangsleitni er leiðtogarnir framkvæmdu þar; og þegar
Jesús fór að leggja krafta sína fram til að hreinsa musteri