Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1946, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.04.1946, Blaðsíða 5
51 Er kvöldar hinzt í vestri eg horfi á dáinn dag, ei dýrðlegra leit eg sólarlag — mín útrunnu enduðu kveld. Því vaknar í huga svo margt, svo margt sem muninn færir í dýrðlegt skart. Það les eg við aftansins eld. Ein mynd er þó gleggst sem hjá myrkri ljós, eða í myrkviðum eygist fögur rós.— Það er dáni drengurinn minn. Hann . . . ímynd hans sem eg unni mest, og eftirmynd þess sem eg vissi bezt. — Guð fól hann í faðm sínum inn. Sem garðmaður vökvar sín beztu blóm og biður þau saki’ ekki nokkurt gróm,— svo fór eg með fífilinn minn. Með tárum eg vökvaði vanga’ hans og kinn. Eg vaxa hann sá við kærleik minn, unz fólst hann í faðmi Guðs inn. I augum hans speglaðist saklaus sál, er sá ekki, þekti ekki nokkurt tál, — var hrein eins og himininn. Og því hefur Guð viljað heimta hann heim áður en heimurinn, veröldin spilti þeim. En eg bíð unz eg braut til hans finn. Ó, Guð þína vegi eg eygi ei, en í þeirri vissu glöð eg dey, að eg finni minn fífil hjá þér. Ei löng verður biðin, eg sofna senn, í sáttum bæði við Guð og menn. . . . Ó, faðir, fyrirgef mér!

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.