Sameiningin - 01.04.1946, Blaðsíða 18
64
sýnist málið fá þar 'góðan byr. All-miklu fé hefir verið
safnað, áhugi almennings talinn svo mikill að byggingu elli-
heimilis virðist vera borgið.
Vestur í Vancouver er verið að vinna að stofnun elli-
heimilis; mun hugsjónin einnig þar eiga allmarga stuðnings-
menn, er vinna að framkvæmd hennar. Enn sem komið er
mun þó fjársöfnun þar skamt á veg komin. •—
í Blaine, Washington, eftir frásögnum, sem birzt hafa í
íslenzku vikublöðunum hér, og öðrum fréttum sem hingað
hafa borizt, hefir málið fengið einkar góðar og almennar
undirtektir. Nú þegar er verið að löggilda stofnun slíks
heimilis þar, og búið að safna um tuttugu þúsund dollars.
Áætlað er að heimili er geti hýst um fjörutíu vistmenn,
áætiaður byggingarkostnaður fimtíu og fimm þúsund dollars,
verði reist.
Við fögnum þessum hreyfingum er stefpa að öryggi vors
elzta fólks, sem borið hefir hita og þunga dagsins. Við
vitum það öll, að vor trúfasti og sárt saknaði leiðtogi og
vinur, Dr. B. J. Brandson, bar það jafnan fyrir brjósti að efri
dagar hinna þreyttu landnema mættu verða bjartir og á-
hyggjulausir. En til þess að tryggja þessa hugsjón, Betel
og öðrum elliheimilum til handa, sem stofnuð kunna að
verða, þarf karlmannlega djörfung í framkvæmdum, al-
mennan áhuga, og drengileg fjárframlög. Sannur þjóðar-
metnaður felst í því að sjá um það, að hinir öldruðu eigi
fagurt æfikvöld, að önnum dagsins afloknum.
Næsta kirkjuþing félags vors, hið sextugasta og fyrsta,
er ákveðið að haldið verði í Minneota og umhverfi, í Minni-
sota ríki — prestakalli séra Guttorms Guttormssonar, og
hefst fimtudaginn 27. júní, síðdegis. —
Úrval úr ritum Dr. Jóns Bjarnasonar. er nú aðeins
óútkomið. Bókin verður yfir 300 blaðsíður, og hefir inni
að halda fyrirlestra, ræður og ritgerðir, frá hendi hins mikla
ieiðtoga og hugsjónamanns, eins og allir viðurkenna að
séra Jón Bjarnason vissulega var. Bókin hefir og inni að
halda margar myndir — og er hin eigulegasta bók, samboðin
minningu vors látna leiðtoga.