Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1946, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.04.1946, Blaðsíða 11
57 þeirri kærleiksstarfsemi lúterskra manna í Ameríku, sem nefnd e.r: “Lutheran World Action.” Eg var svo heppinn að vera staddur í Minneapolis, Minn., þegar ein af þeim samkomum var haldin í hinni afar stóru Central Lutheran Church, Minneapolis. Það voru þrjú þúsund manns þar viðstaddir, og hlustuðu hljóðir og hrærðir á Dr. Franklin C. Fry, forseta U.L.C.A., og Dr. P. O. Bersell, forseta Ágústana kirkjunnar sænsku. Töluðu þeir báðir snildarlega, en þó sérstaklega í djúpri einlægni og af hrifn- um huga. Báðir voru þeir búnir að sjá ástandið í Evrópu, og höfðu áttað sig vel á því hvað þörfin er brýn að bjarga fólki í lúterskum löndum og héruðum þar, eins og líka í öðrum löndum og héruðum. Fátæktin er skelfileg, og sum- staðar ier þegar bráða hungursneyð að óttast, nema að hjálp komi fljótt, og að hún sé í stórum stíl. Það er einmitt dýrmætt til þess að hugsa að mikið af því fé, sem safnast meðal lútersks fólks í Ameríku, fyrir atbeina þessa L.W.A. fyrirtækis, sem nærri öll lúterska kirkjan í Norður Ameríku stendur að, á að ganga til þessa líknarstarfs og endurreisnar starfs í Evrópu. Sú hin fram- rétta 'hjálparhönd þeirrar starfsemi, hyggst að fæða og klæða fólk þar í þúsunda tali í þess miklu neyð. Hún hyggst að veita fólkinu meðul og hjúkrun. Og hún vill líka hjálpa til að endurreisa bygðir og ból, kirkjur og söfn- uði. Og þörfin á því sviði er næstum því óútmálanleg. íslenzka lúterska kirkjufélagið, er að sönnu meðal hinna minstu lútersku kirkjufélaga í Ameríku. En þó við séum fáir viljum við hugsa til þess nú að gjöra mikla hluti til hjálpar og bjargar á þessum átakanlegu neyðartímum. Og við getum nú bezt framkvæmt það með stórum og höfðing- legum tillögum okkar til L.W.A. Enda veit eg að fólk okkar er æfinlega brjóstgott í garð þeirra sem bágt eiga, og vill sýna kærleikslund sína og höfðingsskap í stórum og rausn- arlegum gjöfum til þessa nauðsynlega fyrirtækis. Vandinn er ef til vill sérstaklega sá að ákveða hvernig bezt sé að safna þeim gjöfum og framvísa þeim. Kirkjuoffur verða sjálfsagt tekin til þessa fyrirtækis í öllum staxfandi söfn- uðum okkar. En það er ekki nóg. Við einstaklingarnir verðum líka að gefa gjafir hver og einn. Ekkert minna nægir nú. Það var mér mikið gleðiefni er eg frétti að hið litla en góða prestakall kirkjufélagsins okkar í Minneota, Minn.,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.