Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1946, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.04.1946, Blaðsíða 13
59 Skynsemiátrúin Allmerkilegt minnismerki mannlegra vitsmuna var Babelturninn. “Vér skulum gera oss borg og turn, sem nái upp til himins, og gerum oss minnismerki, svo að vér tvístrumst ekki urn alla jörðina.” Hugmynd þessi komst á loft og hefir víst allmikið verið rædd manna á meðal, og þótti fráfært fyrirtæki, að gera sér minnismerki, sem nái tii himins. Að síðustu komst þessi hugsun til eyrna yfirvaldanna og fékk þar góðan byr. Stjörnuspámenn og aðrir vitringar ræddu með sér fyrir- komulag þessa mikla mannvirkis. Svo var hafist handa og turninn reis upp um 300 fet á hæð og álíka mikill um sig við jörð. Musteri guðsins Marduk ver efst á turninum, enda var turninn kailaður “Etemenanki,” undirstöðu heim- kynni himins og jarðar. í grend við þessar stöðvar skyldi gjörvalt mannkyn ala aldur sinn, og eitt vera tungumál; hins var ekki gætt, að þetta kom í bága við ákvörðun skap- ara himins og jarðar; tók hann til sinna ráða sem leiddi til þess, að minna varð úr mannvirki þessu en tir var ætiast, og menn dreifðust um heim allan. Þess utan er það sí-endurtekin reynzla frá upphafi vega, að þegar mönnum kemur saman um að skeyta ekkert um lögmái skapara síns, verða leiðirnar jafnmargai’ mönnunum. “Allir hafa á öllu vit.” Enginn þykist bættur að fara að annara ráðum; sundrung því óhjákvæmileg. Turninn mikli komst því aldrei lengra og varð að bráð fyrir tímans tönn, og hrundi svo gjörsamlega ásamt botginni frægu Babylon; að það var ekki fyr en á síðari hluta nítjándu aldar, að mönnum kom sarnan um hvar turninn hafði staðið. “Mannvirki rammgjörst féllu fljótt finnur enn skjólið kristin drótt herrans í húsinu forna.” En löngum hefir þótt óhreint og reimt á stöðvum þessum. Arabar fást ekki til að slá tjöldum sínum þar eða að halda þar til um nætur sakir.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.