Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1946, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.04.1946, Blaðsíða 16
62 sig, en meðan þær dvöldu á sjálfu heimilinu; og svo hitt, að með þessu varð unnt að veita nokkrum nýjum vistmönnum inngöngu á heimilið, — fólki er lengi hafði eftir því beðið— og mikla þörf höfðu á því að fá þar vist. Nú eru alls 58 vistmenn á Betel; er það fleira fólk en nokkru sinni fyr, í sögu stofnunarinnar. Nýja húsið var bygt á balanum, rétt fyrir vestan aðal bygginguna, er húsið fallegt og vandað að öllu leyti. — Með húsmunum og öllum útbúnaði kostaði það yfir $10,000. — Almennar gjafir hafa, á liðna árinu verið með rífleg- asta móti. Löngu gjafalistarnir, sem birtir hafa verið í Lögbergi, bera það með sér. Meðal þeirra eru gjafir, sem áriega er til safnað af ýmsum kvenfélögum. Þess háttar fjársöfnun virðist að fara vaxandi, með hverju líðandi ári. Þær gefa starfsnefndinni og öllum er stofnuninni unna, miklar vonir um öryggi heimilisins í framtíðinni. — Nýlega hafa nefndinni borist þessar gjafir: Frá kvenfélagi Frelsis-safnaðar í Argyle, $41.00, og frá kvenfélagi Fríkirkju-safnaðar að Brú, $70.00; ennfremur minningargjöf frá lúterska kvenfélaginu í Glenboro, $75.00. að upphæð. Þess utan hafa dánargjafir og aðrar stórgjafir, sem helgaðar eru brautryðjenda sjóð Betel verið mjög svo ríf- legar. Þar má tilnefna $500.00 úr dánarbúi Mrs. Rhona Mac- Afee (Guðrúnar Gísladóttur), systir Sveinbjarnar heitins Gíslasonar. Einnig $3,000.00 úr dánarbúi Þórarins og Guð- rúnar Johnson, fyrrum til heimilis í Winnipegosis, Man., um hendur Mr. G. F. Jónasson; einnig $1,665.00 frá Mr. Sófaníasi Thorkelssyni, fyrsta afborgun af $5,000.00 gjöf, er hann gaf Betel á þrjátíu ára afmæli Betel í fyrra í minningu um Dr. B. J. Brandson. — Þetta nemur samtals meira en $5,000.00. Er það óblandað gleðiefni að gjafirnar til heimilisins á um- liðnu ári hafa verið stórfeldari en fyr. — Á síðastliðnu ári réðist nefndin í að kaupa tuttugu her- bergja hús, á Maryland stræti hér í borg; í hugsjón nefnd- arinnar var að gera við húsið og endurbæta það, svo hægt væri að hýsa þar 16-18 gamalmenni. En sökum þess að húseklu lögin leyfðu ekki brottrekstur þeirra er í húsinu dvöldu, og ósýnt var hvenær að það yrði fáanlegt til afnota, afréði nefndin að selja það aftur og hefir það nú verið gert. Miklar umbætur hafa verið gerðar á Betel á síðast- liðnum árum. Þar má efna jarðhús (root house) fyrir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.