Sameiningin - 01.04.1946, Blaðsíða 7
53
bernskualdurinn. Við þessa skrá mætti mörgu bæta sem
í hugann kemur, svo sem heilsu manna, efnahag, alþýðu-
hylli, atvinnu og fleira. Hvað er það þá sem helzt stendur
stöðugt í þessu eilífa brimróti mannlegra örlaga? Jú, post-
ulinn kemur auga á þrent sem aldrei bifast á hverju sem
gengur kynslóð eftir kynslóð, en það er: trúin, vonin og
kærleikurinn. Þetta eru eilífar, sígrænar greinar á því
lífsins tré, sem sprottið er upp af anda og áhrifum Jesú
Krists. Vegna þess að hann er grundvöllurinn og uppistaða
guðlegrar opinberunar, geta þessir eiginleikar, sem hann
sýndi í persónu sinni, og staðfesti í dauða sínum og upprisu
heldur aldrei raskast.
Þessi þrenning, trúin, vonin og kærleikurinn, snertir
hið innsta eðli vort, og mótar alt vort líf. Öll lífshamingja
vor mannanna er imdir því komin að vér séum ríkir að
þessum 'eiginleikum hvað sem líður ytri kjörum. Oss er
öllum ljóst að trúin og vonin eru máttarstoðir mannlegs
lífs, án þeirra getur engum orðið ágengt í lífinu. enda eru
þær systur í einhverri mynd í eigu hvers manns. En þær
tvær ná ekki lengra en að takmörkum lífs og dauða; þá
verður trúin að þekkingu, og vonin að fullvissu. Kærleik-
urinn er að því leyti ólíkur hinum að hann er víðfeðmari,
heldur sér óbreyttur út yfir tímann og teygist inn 1 eilífðina,
þar sem hann verður fyrst fyllilega ráðandi gjörðum Guðs
barna.
Trúin er hin volduga lyftistöng í Mfi mannanna. Post-
uhnn skilgreinir hana á þá leið, að hún sé fullvissa um þá
hl'uti sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem ekki er
auðið að sjá. Á þessu hugtaki eru tvær hliðar: önnur snýr
að Guði, en hin að samferðamönnum vorum. Vér getum án
hvorugrar verið, og getum gengið framhjá hvorugri. Án
trúar er ómögulegt að þóknast Guði. Réttlættir fyrir trú
höfum vér frið við Guð. Trúið á Guð og trúið á mig, segir
Kristur. Án trúar á Guð, mátt hans, forsjón og kærleika,
getum vér ekki gengið til góðs götuna fram eftir veg. Trúin
á Guð er sá skýstólpi sem jafnan verndar frá hita og þunga
dagsins, og sá eldstólpi sem bezt hefir iljað oss í hretum
kaldra nátta. Trúin er sú mikla afltaug sem gerir oss mögu-
legt að halda höfðum hátt, og horfa glaðsinna og hugum-
stórir fram á veginn, jafnvel þótt hann sé sveipaður móðu
beiskra tára. Án trúar á mennina getur enginn komist