Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1946, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.04.1946, Blaðsíða 4
50 var ekki þar? Með undrun og óttablandinni gleði flýttu þær sér þaðan, til þess að færa þessa gleðifregn syrgjandi lærisveinum hans. Vér sjáum þær í anda, — þær hraða för sinni mót hækkandi árdagssól, geislar hennar hella flóði sínu á leiðina sem þær gengu! Páskahátíðin, er á alveg sérstakan hátt tími endur- minninganna um þá sem látnir eru. Dauðinn, og upprisan, er þá enn virkilegri í hugum kristins fólks en endranær. Hugir manna eru þá gljúpir, — og endurminningarnar steðja að á alveg sérstakan hátt. Um þessa páskahátíð er söknuður í sálum þúsundanna. — Það er komin afturelding eftir hina dimmu ófriðarnótt. Vér sjáum í anda pílagríms-göngu ótölulega margra syrgj- enda; — harmþrúngnar konur ganga enn kvíðandi og hljóð- ar, í anda, og raunverulega áleiðis til grafar ástvina sinna, — ástvinanna sem þær kvöddu í blóma lífsins, hrausta og lífsglaða. Hvílu rúmin eru á erlendum stöðum — víðsvegar um heim, eða í djúpi hafsins, meðfram ströndum framandi landa; — eða ef til vill í heima-reitum; þar sem þreyttir hvíla, að afloknum önnum æfidagsins. —Þegar komið er að gröf látins ástvinar bíður engill drottins þar með útbreidda arma. Við hina syrgjandi manns- sál segir hann aðeins þetta: “Hann er upprisinn, hann er ekki hér!” Og syrgjandi þúsundirnar, sem hafa ekki getað s'litið huga sinn frá umhugsuninni um ógleymanlegan ást- vin — 'Og hinzta hvílurúmið hans — skilja, að þar ber þeim ekki að láta hugann staðnæmast. Nýtt ljós klýfur myrkrið sem hugann hefur hjúpað, “ Hann er upp risinn, hann er ekki hér.” — Með ótta og mikilli gleði er gangan hafin á ný — frá gröfinni; leið sorgarbarnanna liggur mót hækkandi sól sem nú er að rísa upp í austri. Geislar hennar verma hið kalda nætur loft. Pásikasólin er að lýsa hinum syrgj- andi mannheimi. —“Leggið upp, það Ijómar dagur látið eftir sorg og þraut. Jesú kross það felur fagur; Fylgið honum alla braut. Burt frá syndum lífs að lindum liggur hún í dýrðar skaut.” V. B.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.