Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1946, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.04.1946, Blaðsíða 17
63 geymzlu á kartöflum og kál-meti. “Stoker” var og settur í bygginguna, einnig ný kolageymsla, sem rúmar “car load” af kolum. Einnig lyftivél, “Dumb Waiter,” sem notuð er til að flytja máltíðir til þeirra sem ekki geta komið til máltíða. “Sump pump” var einnig sett inn í bygginguna til þess að halda þurru d kring um hitunarvél og “stoker.” Landsspildan umhverfis heimilið var stækkuð, inngirt og prýdd með trjá-plöntun og blómarækt. Þéttum “spruce” garði hefir verið plantað meðfram norður og vestur hliðum spildunnar. Þetta á að verða skjólgarður á vetrum, ekki síður en fegurðarauki, alt árið í kring. Á umliðnu ári var einu herbergi á efsta gólfi breytt í baðklefa. Þá var og “sump pump” látin í nýja húsið; þess þurfti við, til þess að halda jarðhúsinu þurru. Sömuleiðis var einnig “Booster pump” bætt við hitunar-vélina; sendir hún hitunargufu með auknum hraða út um bygginguna. Allar þessar umbætur hafa kostað mikla peninga, en eru nauðsynlegar til þess að öldruðu “sólseturs börnunum” líði eins vel og auðið er. Nefndinni finst að takmarki stofn- unarinnar sé ekki náð, nema því að eins að öllum sem á heimilinu dvelja líði eins vel og efni og kraftar leyfa. Á ári hverju nýtur heimilið mikils af heimsóknum góðra gesta bæði einstakra gesta, og þeirra, sem stund- um gera þar hópheimsóknir, eins og að á sér stað um mörg kvenfélög. Á umliðnu ári heimsótti Mrs. María Markan Östlund heimilið, ásamt manni sínum og syni. Gladdi hún vistfólkið með söng sínum, frábærri alúð og ljúfri framkomu. Annar kærkominn gestur var Dr. Helgi P. Briem, kona hans og barn. Próf. Asmundur Guðmunds- son jók á gleði heimilisfólks með komu sinni og ljúfmensku; einnig Dr. F. C. Fry, forseti United Lutheran Church. Á jólum 1944, heimsótti Ásgeir skipstjóri Jónasson heimilið. Ýmsir af ykkur kyntust honum er hann var kirkjugestur hér. Asgeir skipstjóri gaf heimilinu íslenzka fánann, og $50 til flaggstangar-kaupa. Há og prýðileg flaggstöng var reist á norðaustur horni grasspildunnar. Brezki fáninn var þar reistur að hún, í fyrsta sinni 24. maí síðastliðinn; en ís- lenzki fáninn, 2 ágúst. Þessi flaggstöng og fánar setja sér- stakan blæ á Betel, við hátíðleg tækifæri í Gimli-bæ. Þessi greinargerð nefndarinnar endar með örfáum orð- um, snertandi fyrirhuguð elliheimili á öðrum stöðum. í Norður Dakota er hugmyndin komin langt áleiðis;

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.