Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1946, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.04.1946, Blaðsíða 15
61 Yfirlitsskýrsla Betelnefndar flutt á 31. afmœlishátíð stofnunarinnar, í Fyrstu Lútersku kirkju, 1. marz 1946. Flutt af sr. Sigurði Ólafssyni. Kæru samkomugestir: Fyrst af öllu vil eg bjóða ykkur öll innilega velkomin hingað í kvöld, fyrir hönd Kvenfélags Fyrsta lúterska safn- aðar. Vel á við að minnast þess, að ávalt hafa þeissar árlegu Betel samkomur verið haldnar hér í kirkjunni, og altaf undir umsjón Kvenfélagsins og að tilhlutan þess. Við minnumst þess að það var hjá þessu félagi að stóri draumurinn um stofnun Gamalmennaheimilis átti sér fyrst stað. Þetta kven- félag átti frum atkvæði að stofnun þess og fylgdi hugmynd- inni úr hlaði með all-álitlegri fjárupphæð sem gerði kirkju- félagi voru kleyft að láta hugmyndina verða að framkvæmd. Má það teljast mikill sigur, þegar slíkt mannúðarmál sem þetta er hér um ræðir, nær fram að ganga. Styrkir það trú á mátt félagslegra framkvæmda, hvort heldur yngri eða eldri fá af framkvæmdinni góðs að njóta. Samkvæmt beiðni Mrs. B. J. Brandson, forseta Betel- starfsnefndar, vil eg bera fram stutta greinargjörð fyrir hönd nefndarinnar, varpar hún nokkru ljósi á starfrækslu heimilisins á umliðnu ári. Mestan þátt í samningi þessarar skýrslu á Mr. J. J. Swanson, sem því miður, getur ekki sjúk- leika vegna, verið með okkur hér í kvöld. Mesta og bezta fréttin sem skýrslan ber með sér, er það að á umliðnu ári réðst nefndin í það að stækka Betel, þ.e.a.s. byggja nýtt hus á staðnum. Um mörg síðari ár hefir starfs- njefndin haft þetta í huga, en ýmsra erfiðleika vegna var ekki hægt að koma því í framkvæmd, svo það drógst ár frá ári. Má nærri merkilegt teljast, að loks réðst nefndin í þetta, á því ári, sem allar framkvæmdir voru hvað örðug- astar; er það gleðiefni að þetta hepnaðist — og húsið er bygt. Þessi viðbót við Betel er níu herbergja hús; íbúð fyrir hjúkrunar og þjónustu stúlkur heimilisins. Aðallega er það tvent, sem áunnist hefir við þessa stækkun. Fyrst það að þjónustu-stúlkunum mun nú líða miklu betur út af fyrir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.