Sameiningin - 01.04.1946, Blaðsíða 12
58
hefði þegar gefið $510.00 til “Lutheran World Action.” Það
er svo sem auðséð að þar hafa einstaklingar lagt fram mörg
og góð tillög frá sér, auk offurs frá kirkjunum. Það var
mér líka mikið gleðiefni er Dr. Franklin C. Fry skrifaði mér
nýlega, að hann hefði frétt frá Kaupmannahöfn að kirkja
íslands hefði þegar gefið meira en fimm “ton” af lýsi til
hjálpar nauðlíðandi börnum í Þýzkalandi. Þó gjafir okkar
íslendinga hér vestra verði með öðrum hætti, veit eg að við
viljum öll að þær geti líka orðið góðar og gagnlegar.
Eg er sannfærður u-m að prestar og safnaðarfulltrúar
verða fúsir að taka á móti gjöfurn fóiksins til þessa fyrir-
tækis, og framvísa þeim til féhirðis kirkjufélagsins, Mr. S.
O. Bjerring, 550 Banning St., Winnipeg, Man. Hann fram-
vísar svo öllu áieiðis til starfsins, sem framkvæma á. Við
þurfum öll að muna að þörfin er brýn, og að nú er hin hag-
kvæma tíð að sinna þessu hrópandi kalli.
Sumarbúðir
Sameiningunni er mikið gleðiefni að geta skýrt frá því
að fyrir frábæra frammistöðu Bandalags Lúterskra Kvenna
og meðlima byggingar nefndar, hefir nú verið ákveðið að
reisa fimm byggingar, hinnar fyrirhuguðu sumarbúða á þessu
vori.
Minningarskáli (í minningu um fallna hermenn) verður
að líkindum ekki byggður á þessu vori, því enn skortir æði
mikla peninga í þann sjóð, til þess að hægt verði að hafa
þá byggingu eins fullkomna og nefndin hefir hugsað sér.
Þó getur ennþá úr því rætzt, ef rífleg og almenn fjárframlög
fengjust þessu máli til styrktar.
Einnig hefir starfsáætlun fyrir næsta sumar verið skipu-
lögð að mestu leyti. Fjársöfnun stendur nú yfir í ýmsum
byggðum, og eru allir bjartsýnir og öruggir um framtíð
þessa máls. — Innan skamms mun koma fyrir almennings
sjónir nákvæmt yfirlit yfir alt það fé sem safnast hefir,
ásamt ítarlegum starfsáætlunum.