Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1949, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.05.1949, Blaðsíða 8
70 SAMEININGIN er unnu málefni kirkju sinnar af heilum hug og óskiftum og báru málefnið stöðugt fram heima fyrir í söfnuðum sínum. Þeir tóku sér tíma frá heima-störfum — einyrkjar þó þeir væru — og þó um hábjargræðis tíma væri; oft fór heil vika eða meira í þingförina að meðtöldum ferðatíma til þings og heim aftur. Sumir þeirra sóttu og sátu þing í 30—40 ár, aðrir lengur en það. Trúmenska margra leikmanna, var þá, sem nú, hinn mikli styrkur andlegu leiðtogunum í djarfleik þeirra og framsókn í þjónustu fagnaðarerindisins. — Tíminn færir miklar breytingar með sér. Frumherjatíma- bilið er löngu síðan liðið hjá. Baráttuöldin í sinni sérstöku merkingu sömuleiðis. Og nú er enn kirkjuþing aðeins ókom- ið. Margar ástæður liggja til þess að oss virðist sem nokkuð sé mist af þeirri svip-tign og áhrifavaldi er þau áður með sér báru, þótt enn höfum vér góða leiðtoga og áhugasama og trygga menn og marga ágæta leikmenn og konur er sitja þing vor, ár frá ári. Vel má það vera að skipulagning kirkjuþinga, og með ferð mála valdi því að oss virðist þau svipminni en fyr. En endurminningar kirkju þinga og niður- röðun öll er í höndum framkvæmdarnefndar félagsins. Sá er þetta ritar hefir um nokkra ára skeið átt sæti í þeirri nefnd. — Sé hér um vandlætingu að ræða, á hann þá þar einnig hlut að máli. Sízt er það oss í huga að ausa það lofi sem liðið er, á kostnað þess sem er. Hitt fær þó naumast dul- ist að breyting nokkur hefir á orðið um kirkjuþing, hinna fyrri ára, eins og vér sjáum þau í anda, við það sem nú er. Vera má að hraðinn, sem alt ætlar að gleypa, eigi hér hlut að máli. Véra söknum þess, að stundum í síðari tíð hafa fyrirlestrar ekki verið haldnir á þingum vorum, eða þá að þeim er ætlað svo lítið rúm, og tími eins og t.d. átti sér stað endur ekki fyrir löngu, að fyrirlestur og prédikun og erindi var alt flutt á einni einustu kvöld stund — og svo til þess ætlast að umræður yrðu af hálfu áheyranda eftir alt þetta! Það sem fyrir oss vakir er það að árlegu kirkjulegu fundirn- ir vorir, eiga á hættu að verða þurrir, ef nærri öllum tíma er eytt í þreytandi þing og fundarstörf, en lítið er um það sem lyftir huga og hefur hann ofar því hversdagslega. Hinn síðari ár hefir ávalt eitt kvöld hvers kirkjuþings

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.