Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1949, Page 9

Sameiningin - 01.05.1949, Page 9
SAMEININGIN 71 verið ætlað fulltrúa frá United Lutheran Church, sem þá flytur erindi fyrir hönd félags síns, um hin ýmsu vandamál kirkjunnar, sem einnig eru oss tilheyrandi. Valdir menn hafa þessir menn jafnann verið. Þetta er viðtekinn siður að fulltrúi U.L.C.A. heimsæki hverja kirkjudeild sem sam- bandi þessu tilheyra og er ekkert um það að segja annað en að þetta fyrirkomulag er í alla staði eðlilegt og samkvæmt hérlendri félagsvenju. Þeim er línur þessar ritar virðist að óbeinlínis, og án þess að þessir fulitrúar eigi nokkra sök á því sjálfir, séu þeir þó að verða meira aðalatriði á þingum vorum, aðalatriði, sem svo mikið snýst um. Þessvegna kann framkvæmdarnefndinni að finnast, ef hún þá hefir gjört sér fulla grein fyrir því, að minni þörf sé á fyrirlestrum úr vorum eigin hópi. En haldi þetta áfram, er með þessari stefnu verið að gefa upp meira en góðu hófi gegnir af voru eigin sjálfstæði, sem U.L.C.A., er engin þægð í, en oss sjálf- um er óheppilegt, og hættulegt, 1 ljósi vorar eigin sögu, — og þess fordæmis sem kirkjuþing vor hafa sett, í meira en 60 ár. En þá kann einhver að segja að ef að annar fyrirlestur sé haldinn, og honum ætlað heilt kvöld, ásamt væntanlegum umræðum er fyrirlesturinn gæfi tilefni til, þá yrði óhjá- kvæmilegt að lengja þingtímann. En væri ekki unnt að fara því sparlegar með tímann á sjálfum starfundunum, en stund- um hefir átt sér stað? í umræðum um mál, áður en þau eru sett í nefndir, einnig, þegar að nefndarálit eru rædd, er stund- um óþarflega lengi að verki verið.—Ályktanir eru svo prent- aðar í Gjörðabók þingsins, sem ærið fáir lesa, og enn færri kaupa. Lítið, — miklu minna en skyldi er gert til þess að kynna málin fyrri söfnuðunum milli þinga, einkum í síðustu tíð; ályktanir þinga því eingöngu kunnar þeim er þing sitja — og Gjörðabók lesa, sem að eru alt of fáir; er þetta mál því eitt af þeim sem nýjar leiðir þarf að uppgötva til þess að störf kirkjuþinga vorra mættu tilætluð vekjandi og blessandi áhrif með sér bera og út frá sér færa. — Hér skal þá numið staðar að þessu sinni, ef til vill gerir “Sameiningin” tilraun til að ræða önnur vandamál vor að nokkru, áður en langt um líður. S. ÓLAFSSON

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.