Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1949, Page 10

Sameiningin - 01.05.1949, Page 10
72 SAMEININGIN BISKUP LAJOS ORDASS Ritstjóri blaðsins “The Lutheran” hefur skriíað all ítar- lega ritgjörð um þennan merka mann í blaði sínu. Eins og flestum lesendum Sameiningarinnar mun kunnugt hefur þessi ágæti leiðtogi hinnar Lútersku kirkju í Hungary (Ungverjalandi) verið dæmdur til fangelsis vistar. Saga hans er saga baráttu kirkjunnar í austur Evrópu nú á dögum. Ordass biskup heimsótti Bandaríkin árið 1947. Þar flutti hann mál kirkju sinnar, hann skýrði frá því hve stórkostlega fólkið hafði liðið og hvaða undra styrk það hefði fundið í trú sinni. Hann vék aldrei að þeirri hættu sem hann væri sjálfur staddur í; þeir sem kyntust honum sannfærðust um að hér væri maður sem ekki myndi hika við að standa við sannfæringu sína þó það kostaði hann lífið sjálft. Hann hafði náð þeim þroska í sínu trúar lífi að hann var reiðu- búinn að mæta hveri hættu og neyð með hugrekki og rósemi. Nokkrum vikum eftir að Biskupinn kom til Bandaríkj- anna komst kommunista flokkurinn til valda í Hungary — Þegar biskupinn kom heim síðla sumars, eftir að hafa setið hið mikla kirkjuþing hinna sameinuðu Lútersku kirkjudeilda í Svíþjóð, skildist honum fyllilega, hve alvarlegt ástandið var. Honum var það ljóst að þótt kommunista flokkurinn í þinginu væri ekki í meirihluta þá hafði þeim þó tekist að ná þar yfirhönd. Þingmenn tilheyrandi öðrum flokkum voru komnir undir þeirra áhrif og fylgdu þeim að málum. Öllu fyrirkomulagi átti nú að breyta, upp á þeirra vísu. Fjöldi manna hraðaði sér nú að komast yfir girðinguna og vera þeim megin sem styrkurinn var meiri. í þeim hóp voru ýmsir leiðtogar kirkjunnar. Nokkrir þeirra álitu það skvldu sína að vara Biskupinn við hættunni og ráðleggja honum að fara að þeirra dæmi og skipa sér með þeim sem völdin höfðu. Þessum viðvörunum sinti Biskup Ordass alls ekki; ekk- ert var fjærri hans upplagi en að fylgja þeim. Hann ferðað- ist á meðal safnaða sinna, hughreysti fólkið og áminti prestana að reynast trúir köllun sinni. Síðla hausts (1947) var gefin út skipun þess efnis að Lúterskum prestum yrði

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.