Sameiningin - 01.05.1949, Page 11
SAMEININGIN
73
ekki leyft að prédika yfir útvarpið án þess að ræður þeirra
yrðu áður yfirfarnar og þeim gefið leyfi til að flytja þær.
Svar biskupsins var það að undir þeim kringumstæðum
mundu þeir alls ekki nota útvarpið.
Eftir þetta jókst óhugur, þeirra sem við völdin sátu, á
Ordass biskupi. Tilraunir voru gerðar til að þvinga hann til
að viðurkenna alt fyrirkomulag sem hin nýja stjórn vildi
koma á fót — Viðurkenna það fyrir hönd Lútersku kirkjunn-
ar, því nú var hann aðal yfirmaður hinnar Lútersku kirkju
í Hungary þar sem Bela Kafi Biskup hafði sagt af sér . . .
Ordass sagði að það væri aðeins einn grundvöllur fyrir
slíkan samning frá sinni hendi. Stjórnin yrði að gefa kirkj-
unni leyfi til að hafa fulla umsjón á kirkjuskólunum sem að
undanförnu; algjört trúarlegt frelsi yrði að ríkja og kirkjan
yrði að hafa fult umráð yfir sjúkrahúsum sínum og barna-
heimilum.
Lúterska kirkjan í Hungary telur aðeins um 500,000
meðlimi, en hún hefir haft umsjón yfir 12 barnaheimilum
■— einu heimili fyrir ólæknandi börn og unglingaheimili fyrir
flogaveika og þar að auki 60 líknarstofnanir af ýmsri tegund.
— Hún hefur einnig starfrækt 400 skóla því um 7/10 hluti
allra skóla í landinu eru starfræktir af hinum ýmsu kirkju-
deildum, þó stjórn landsins leggi þeim til fé að nokkru leyti.
16. maí — var sú yfirlýsing birt að allir þeir skólar sem
starfræktir hefðu verið af hinum ýmsu kirkjudeildum yrðu
þaðan af undir umsjón stjórnarinnar. Blöðin fluttu áróðurs
greinar gegn því fyrirkomulagi sem hefði átt sér stað í
öllum þessum skólum. Reformeraða kirkjan, sem er þrisvar
sinnum eins fjölmenn og sú Lúterska í Hungary, gaf sam-
þykki sitt án mótstöðu, hinn aldurhnigni biskup hennar
sagði af sér, sá sem tók við vildi fyrir hvern mun kaupa frið,
og mótmælti ekki — í júnílok gengu hin nýju skólalög í
gildi — þjónar kommúnista ferðuðust á milli skólanna með
fötu og bursta og slettu svörtu máli yfir nafn kirkjunnar
sem prentað hafði verið fyir ofan dyr skólahússins. Óeirðir
og æsingar ríktu meðal fólksins. Ordass biskup var þögull
og þungur á svip en neitaði með öllu að viðurkenna að
stjórnin hefði nokkurn rétt til slíks.
Þann 24. ágúst var Ordass tekinn fastur. — Lögreglu-