Sameiningin - 01.05.1949, Qupperneq 12
74
SAMEININGIN
menn leituðu í húsi hans og skrifstofu; í skjölum hans von-
uðu þeir að finna eitthvað það er gæti réttlætt það í augum
fólksins að hann yrði settur í fangelsi. — Þeir sögðust hafa
fundið það sem þeir leituðu að: Þegar Ordass ferðaðist um
Bandaríkin árinu áður lagið hann sig fram til að biðja um
hjálp fyrir fólk sitt. Trúbræður hans þar brugðust vel við,
gegnum Lutheran World Action sendu þeir $216,000, og nú
kom ásökun að þessi upphæð hefði ekki verið borguð í gegn
um stjónarbanka í Hungary. — Um þetta var Ordass sakað-
ur, tveir samverkamenn hans voru sakaðir um óheiðarlegan
fjárdrátt. En öllum þessum mönnum var lofað því að þessi
mál yrðu látin falla niður ef þeir segðu af sér og hættu allri
mótspyrnu. — Ordass neitaði að segja af sér, hinir tveir
gerðu það.
Fyrir rétti viðurkendi yfirmaður bankans að munnleg
tilkynning hefði komið til sín um fjárveitingu Lutheran
World Action. Afskrift af skriflegri tilkynningu til bankans
sem var í skrifstofu Ordass var tekin þaðan þegar lögreglu
menn leituðu í skjölum hans.
Meðan á réttarhaldinu stóð mættu söfnuðir hinnar Lút-
ersku kirkju til bænahalds á hverjum morgni, þeir báðu
fyrir hinum hugrakka og göfuga leiðtoga sínum sem neitaði
að kyssa á hönd kúgara sinna. Fólkið elskaði hann og vissi
að hann hafði ekki gert sig sekan í neinu.
í lok réttar haldsins var Ordass leyft að flytja ræðu sér
til varna. Hann sagði að friður ríkti í sálu sinni, því í allri
auðmýkt frammi fyrir Guði hefði hann beðið hann að sýna
sér ef hann hefði að einhverju leyti misboðið stöðu sinni
eða gert rangt. Eftir þeim skilningi sem Guð hefði veitt sér,
væri samviska hans hrein. Yrði hann fríkendur kvaðst
hann vilja gleyma þessari reynslu og þeim rangindum sem
hann hefði verið beittur og vilja starfa fyrir kirkju sína og
ættland eftir þeirri leiðsögn sem andi guðs mundi gefa hon-
um. — Ef þeir legðu það á samvisku sína að dæma hann
sekann, mundi hann taka því með jafnaðargeði treystandi
því að jafnvel í því dómsáfelli mundi guðs vilji koma í
ljós og leiða til stærri sigurs á einhvern óskiljanlegan hátt.
Ordass biskup var dæmdur til tveggja ára fangelsis
vistar og borgaraleg réttindi tekin af honum í fimm ár. —
Sekt sem nemur $300 var hann dæmdur til að borga.