Sameiningin - 01.05.1949, Síða 18
80
SAMEININGIN
Hjónaband þeirra Hallgríms og Guðríðar hefir sennilega
verið fremur hversdagslegt. Engin ástæða er til að ætla að
það hafi verið neitt sérstaklega slæmt, að minsta kosti sjást
þess engin merki utan þjóðsagnanna. Þögnin segir þar mest.
Og hún sýnir í raun og veru ekki annað en að sambúð
þeirra hafi verið hversdagsleg.”
Lokaorð höf. á fyr nefndum kafla bókarinnar virðast oss
svo heilbrigð og sanngjörn, í ljósi þeirra sannana er hann
hefir borið á borð, en þau eru á þessa leið: “Þau hafa ekki
verið samrýnd þessi hjón. Þau hafa staðið hvort á sínum
bakka með óbrúandi djúp á milli sín. Það er um hvorugt
þeirra last. Hann fer með himinskautum og finnst alt smátt,
sem niðri á jörðu er. Hún stendur þar niðri sem fólk er flest,
og finst fátt um flug hans. Þessu getur farið fram án mikilla
árekstra. En þau verða hvort öðru lítill styrkur. Hann verð-
ur að reka sit andlega bú án hennar og hún jarðneska búið
sitt án hans hjálpar. Að forminu eru þau hjón, en í reyndinni
eru þau tveir næsta ólíkir einstaklingar.”
(Framhald)
____________________*_____________________
ÍSLENZKI LÚTERSKI SÖFNUÐURINN
í SELKIRK
Selkirk söfnuður er 60 ára 9. júlí næstkomandi. Hefir
Söfnuðurinn nú ákveðið að minnast afmælis síns Sunnudag-
inn 19. júní, með hátíðlegum guðsþjónustum kl. 11:00 árdegis
og kl. 7:00 síðdegis téðan sunnudag; fyrri guðþjónustan á
ensku, en hin síðari á íslenzku, að mestu leyti.
Veitingar og program er ákveðið í samkomuhúsi safnað-
arins að kvöldguðsþjónustunni aflokinni. í ráði er að gluggi
til minningar um frumherja safnaðarins (Memorial
Window) verði afhentur og vígður við kvöldguðsþjónustuna.