Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1936, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.03.1936, Blaðsíða 11
45 mannshjartnanna fyrst og fremst: að boða fólkinu kristin- dóm nýja testamentisins, ómengaðan og lausan við dauðar og flóknar kreddur; að vera sönnum framförum unnandi og taka fult tillit til breytileikans, sem mannlífið er háð, en telja sig þó aldrei skuldbundinn til að fylgja tízkunni. Sú stefna var holl og góð fyrir l’imtíu árum og verður það eftir önnur fimtíu. —G. fí. Viðburður má það heita, að íslenzkt kirkjublað hefir náð fimtugsaldri. “Sameiningin” var fyrst allra íslenzkra kirkjublaða að koma út. Þau sem hófu göngu sína næst henni eru lyrir Iöngu eða nokkru hætt. Þau sem nú lifa eru miklu eða nokkru yngri en Sameiningin. Vonandi er þetta ekki sagt í neinum stærilætisanda, enda hefir blaðið enga löngun til að stæra sig af neinu. Það sem blaðið kann að hafa verið vestur-íslenzkum ahnenningi eða íslendingum hvarvetna er fyrir aðra að segja fremur en oss. Engu að síður sýndist sjálfsagt að þessa atburðar væri minst og helzt með því að láta þar birtast eitthvað af því, sem þrír fyrstu ritstjórarnir hafa samið; en það eru þeir prestarnir Jón Ejarnason, Friðrik J. Bergmann og Björn B. Jónsson. Að vísu var séra Friðrik ekki ritstjóri nema um tíma, i forföllum séra Jóns, en hann ritaði all-mikið í blaðið um nokkurra ára skeið, og því full ástæða til að birta eitt- hvað eftir hann. í þessu blaði koma myndir af öllum þeim, sem hafa verið í ritstjórn blaðsins. Lengi vel var aðeins einn ritstjóri, séra Jón Bjarnason, sem blaðið á algjörlega tilveru sína að þakka. Á öllum síðari árum hafa verið tveir eða þrír menn í ritstjórn samtímis. Ritstjórar beggja íslenzku vikublaðanna í Winnipeg, Lögbergs og Heimskringlu, hafa sent Sameiningunni kveðjur, sem einnig birtast í þessu blaði. Sameiningin hóf göngu sína með orðunum: “Eitt er nauðsynlegt.” Oss þótti bezt á því fara að láta þetta afmælisblað byrja með sömu orðunum. —R. M.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.