Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1936, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.03.1936, Blaðsíða 14
48 finna sálum sínum frelsi. Enginn mun fá ástæðu til að segja: Æ, það er gott og blessað, hve þægileg trúarbrögð vér höfum fengið núna! Þessi “þægilegu” trúarbrögð, sem allir gæti tekið, og sem leyfði öllum að vera eftir því, sem þeim þætti þægilegast, þau leysa aldrei kristindóminn af hólmi,—það eitt er víst. Kristindómrinn á sterlc orð til að hugga hrelldar og sorgbitnar sálir. Allan sársauka lífsins, neyð þess og bágindi þekkir hann í öllum myndum; þessum sársauka lífsins bend- ir hann aldrei út í myrkrið til örvæntingarinnar, heldr upp í himininn til Ijóssins og vonarinnar. Engin sorg er til svo ógrlega þung og sár, að kristindómurinn hafi ekki átt sterkari huggunarorð að mæla í eyra hennar en nokkur heimspekileg lífsskoðan, sem mennirnir hafa sett saman. Það er satt, þeir eru margir, sem í sorg sinni hafna þeirri huggun. En þeir eru líka margir, einmitt meðal þeirra, sem sorgin yfh'- bugar; hún sprengir líf margra; þeir lifa eins og hljóðfæri með brostna strengi. Hvers vegna? Af því augu þeirra voru svo haldin, að þeir sáu ekki þá huggun, sem hin kristna trú réttir að manninum, þegar honum liggr mest á. Eftir þessari huggun æpir mannshjartað, þótt það oft ekki skilji sjálft sig. Meðan nokkurt hjarta slær á jörðunni, leitar það eftir henni; það finnr ósjálfrátt til þess, að strengjum sálar- innar er ekki ætlað að bresta, heldr að eins að þenjast við þrýsting sorgarinnar. Kristindómrinn nefnir þessa huggun og heldr henni upp fvrir líðandi manninum. Þegar hún er ekki þegin, segir kristindómrinn j)að sé af sömu ástæðum og að læknislyfið, sem bjarga mætti lífi hins líkamlega sjúka manns, stundum er ekki þegið. Enn hefir enginn haft neina aðra æðri huggun að bjóða í raunum lífsins er kristindómurinn. Og hann verðr aldrei úreltr fyr en önnur, ný trúarbrögð hafa ágætari huggun að bjóða. Þau verða að eiga eitthvert öflugra huggunarorð, til að friða með mannshjartað, sundr flakandi í sárum, en orð kristindómsins um eilíft líf, frelsi, miskunn, líkn og fyrir- gefning. Það orð hefir enn ekki verið talað. Er ekki óhætt að segja, að það muni hvorki í hug né hjarta nokkurs manns enn þá hafa komið? Enn hefir ekkert orð haft eins ummyndandi áhrif á mannlífið og orð kristindómsins. Það hefir haldið á lofti hinni æðstu og fegurstu fullkomnunarhugmynd, sem enn þekkist. Og það hefir kennt flestum hinum göfugustu önd-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.