Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1936, Blaðsíða 20

Sameiningin - 01.03.1936, Blaðsíða 20
54 mannanna, svo sem núleg neyðartíð alls mannfólksins ber vott um. Það sannar einnig, hversu skamt upp frá dýralífinu mannlífið er ennþá sprottið. Dýrið hugsar ekki um annað en sjálft sig. íkorninn týnir hnetur í hrúgur og leynir þeim undir trjánum, svo hann fái notið þeirra einn. Hundurinn, sem ofan á verður í áflogunum og nær beininu, her það í munninum á afvikinn stað og klórar mold yfir það, svo það geymist þar til hann vitjar þess aftur. Dýrunum er það vorkunn, þótt þau rífi hvort af öðru og éti hvort annað. Þau hafa ekki gáfurnar okkar til að stofna félög og stýra þeim almenningi sínum til heilla, eins og við þjóðfélögunum okkar! En hversu miklu lengra erum við mennirnir komnir, að öðru leyti en því, hvað við kunnum að “fara betur með það?” Síngirni dýranna kemur fram í mönnunum með mörg- um hætti. Alveg eins og dýrin, hafa flestir menn ákafa eðlis- hvöt til þess að sölsa undir sjálfa sig sein mestu þeir orka og njóta þess einir. Það er samkepnin. Sumir verða hlut- skarpari en aðrir og fáir hlutskarpastir allra. Þeir, sem í flest beinin ná, eru Iíklega ekki hótinu grimmari, en hinir, sem af beinunum missa. Þeir, sem aldrei komast yfir nema lítið, eru oll engu síður ágjarnir, en hinir, sem í meira ná. Það liggur í augum uppi, að ef hér á eitthvað að breyta til, þá verður það ekki gert með lögum, heldur með breytingu eðlishvatanna sjálfra. Ekki eru gæðin, sem l'logist er á um, fjármunir einir saman, eður auðlegð. Mannvirðinga - hnossin eru bitbein engu minni. Flestum mönnum kippir meira eður minna í kyn páfugla. Smátt má það mannfélag vera, ef ekki bólar þar á mannjöfnuði og öfund undir niðri. Vaxi einhver að virð- ingu, verður hann fyrir illgirni annara. Af þeirri rót er runninn ójöfnuður mestur í mannfélaginu. Þaðan stafa ein- vígin í félagslífinu, flokksfylgið og flokkshatrið. Það eru áílogin um efstu sætin, hvort sem menn gera sér grein fyrir því, eður ekki, sem valda að miklu leyti óláni okkar í allri sambúð og félagslifi, bæði í smáum félögum og stórum, bæði í ríki og kirkju. Ekki heldur lireytist það nema með breytt- um hvötum sálarlífsins. Þá er dýrslund mannsins ekki sízt augljós í því, hve

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.