Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1936, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.03.1936, Blaðsíða 18
52 Kirkja brœðranna Eftir sérci Djörn D. Jónsson Ekki alls fyrir löngu rakst eg, í einhverju riti, á smá- æfintýri, sem mér fanst vera lærdómsríkt. Það var á þessa leið: Bræður tveir áttu sér sinn búgarðinn hvor. Akvegurinn einn skildi garðana að. Bjó hvor bræðranna í uínu húsi. Mikill munur var á lífskjörum þeirra. Annar átti konu og börn, en hinn var einbúi. Eitt kvöld um uppskeru-leytið sat sá bróðirinn, sem fjölskylduna átti, inni í húsi sínu, hvíldi sig eftir erfiði dagsins og naut heimilisgleðinnar með konu og börnum. Varð honum þá að hugsa til bróður síns og segir við sjálfan sig: “Veslings bróðir minn! Nú hefst hann einn við í kofa sínum, hugdapur og gleðivana. Hvað get eg gjört það, er honum megi að gleði verða? Sé eg hvað eg get aðhafst hon- um til fagnaðarauka. Eg skal fara út á akur minn í nótt meðan myrkrið hylur og bera kornbundini ai' mínum akri yfir á akur hans. Þegar hann svo safnar korninu og þreskir, þá fær það honum gleði, hve mikil uppskeran er.” Lét bróðirinn áform þetta ekki undir höfuð leggjast, heldur fór út og bar kornbundin af akri sínum alla nóttina út á akur bróður síns og dreifði þeim um akurinn víða, svo ekki bæri á þeim innan um hitt kornið, sem þar var fyrir. Næstu nótt á eftir hélt hann áfram þessari iðju og þriðju nótt sömuleiðis. Nú er að segja frá hinum bróðurnum. Það hið sama kvöld, sem bróðir hans fyrst hugsaði til hans og áformaði að gera honum það til gleði, er nú hefir sagt verið, sat hann líka og hugsaði í einveru um bróður sinn. Hann segir við sjálfan sig: “Veslings bróðir minn! Eg hefi fyrir engum að sjá nema sjálfum mér, en hann má berjast til að hafa ofan af fyrir stórri fjölskyldu. Líltlega er hann nú fullur kvíða og óttast að uppskera hans nægi ekki fjölskyldunni til fram- færslu. Sé eg hvað eg get gert til að gleðja hann. Eg skal fara út í nótt meðan myrkrið hylur og bera kornbundini úr akri mínum yfir á akur hans; svo þegar hann hirðir kornið

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.