Sameiningin - 01.02.1940, Blaðsíða 5
19
til ágreinings, því þekking allra á landkostum var mjög
taltmörkuð. Vildu sumir halda til New Brunswick og aðrir
til Alaska. Þar á milli komust að tillögur um að leggja út
á slétturnar í Nehraska, inn í frumskógana í Wisconsin,
enn þá lengra vestur til Minnesota, norður til Manitoba eða
þá austur til Nova Scotia. Ágreiningurinn var eðlilegur, en
mikið af hitanum í haldinu kom af því að mönnum gekk
illa að þola hver öðrum það að vera ósammála um svo
áríðandi efni. Menn grunuðu hver annan um græsku og
gátu til um ógöfugar hvatir. Það gekk illa að aðgreina
máleíni og menn, eins mikið og á því ríður til félagslegs
samlyndis. Þetta hvarf heldur ekki úr sögunni mjög auð-
veldlega.
Þegar til þess kom að ákveða um andlega bólfestu i
nýju landi og undir nýjum skilyrðum, var vandinn ekki
lítill. Menn komu úr ríkislcirkju þar sem alt á þeim árum
var lagt fólki upp í hendurnar án persónulegrar eða félags-
legrar ákvörðunar. Manni detta í hug ummæli, er löngu
seinna komu fram uin “mátulega vel sofandi ríkiskirkju.”
Yfirleitt var ekki mikið um Jos í trúarskoðunum meðal
almennings, og menn voru ræktarsamir trúmenn sem ein-
staklingar og heimilisfeður. En lítil hræring hafði verið til
andlegrar vakningar í íslenzkri kristni á þessari tíð. út úr
þessu ástandi hófust vesturfarirnar. Það er til inntekta
íslenzkri kristni að hinn útflutti lýður tók trúmálin alvar-
lega og vildi ekki láta rækt við þau falla niður. Þegar
hingað kom varð ein fyrsta viðkynningin og ákveðnasta við
Norðmenn. Þeir áttu öfluga frjálsa kirkjustarfsemi, sem
átti jarðveg í mjög íhaldssömum rétttrúnaði snortnum af
heittrúarkendri andlegri reynslu. Þegar kirkjustarf hófst
ineðal íslendinga, máttu sín eðiilega mikils áhrifin frá is-
landi og löngunin til þess að geta stofnað hér sjálfstæða
kirkju, en líka komu til greina áhrifin, sem einkum leið-
togar höfðu orðið fyrir hér í Ameríku. Strekkingur út af
því hvort verið væri að sigla í kjölfar íslenzkrar kristni varð
líka fyrsta ágreiningsefnið í kirkjusögu vorri í Vesturheimi.
Annarsvegar var slagorðið að hverfa ekki frá vegum ís-
lenzkrar kristni. Hinir, er heillaðir voru af kraftmiklu
kirkjulífi hér, töldu sig ekki vera að hverla frá neinu er
íslenzk kirkja hefði átt, heldur væru þeir að kynnast því
hver arlur hennar væri í raun réttri þegar um hann mynd-
aðist vakandi kirkjulíf og sannfæringarkraftur. Þetta voru
fyrstu straumhvörfin í kirkjulífi voru, og urðu þau fyrir