Sameiningin - 01.02.1940, Blaðsíða 6
20
það inuii erfiðari hve lítil var reynslan í félagslegu tilliti.
Það átti langt í land að samvinnukendin þjálfaðist eins og
þyrfti. (Framhald) —Ií. K. ó.
Dr. Rögnvaldur Pétursson
Fallinn er atkvæðainikill Vestur-íslendingur, er átt hefir
mikinn þátt og stundum ákvarðandi í málum vorum yfir-
leitt frá því hann komst á fullorðins aldur. Sem kennimað-
ur, ritstjóri og forystumaður í menningarstarfi hefir hann
staðið í hroddi fylkingar meðal fólks vors, svo bæði skoð-
anabræður hans og andstæðingar í einu og öðru finna nú til
þess að tómlegra er um að líta, er hann rúmlega sextugur
er horl'inn oss sýn.
í þessum ummælum er ekki miðað að því að gera nein
full skil lífi og starfi þessa fráfallna mæta manns. Það, sem
fyrir mér vakir, er að minnast hans að einhverju leyti eins
og hann kom mér fyrir í langri viðkynningu. Óafvitandi
og mót vilja mínum kann það að Iitast af því að í ýmsu
áttum við ekki samleið í skoðun. Fersónulega varð eg
aldrei fyrir öðru en drenglyndi og vinsemd frá hálfu Dr.
Rögnvaldar, svo frá þeirri hlið þarf ekkert að glepja mér
sýn.
Opinbert starf og l'ramkoma Dr. Rögnvaldar snertir
einkum þrenn mál: kirkju- eða trúmál, íslenzka þjóðrækni
og almenn mannfélagsmál. Spor hans á þessum leiðum
eru allglögg, svo ekki ætti að vera villugjarnt að rekja.
Uppalinn og fermdur í lúterskri kirkju hneigist hugur
hans þegar á æskuárum að róttækari afstöðu. Það deyfir
eðlilega ekki hugarstefnu þessa að honum opnast leið til
að stunda nám við guðfræðaskóla únítara í Bandaríkjunum.
Að hann hafi áúnnið sér hylli og tiltrú kennara sinna og
annara leiðtoga þessarar kirkjudeildar fyrir hæfileika og
dáð, ber öll síðari saga vott um. Fyrir hans tilstilli og
milligöngu eykst mjög hugur þeirra að efla únítariskt trúboð
meðal fslendinga, og uppfrá því að hann hefur starf og til
dauðadags er hann líf, sál og stjórnandi andi þeirrar hreyf-
ingar. Þar kemur fram tillag hans til kirkjusögu Vestur-
íslendinga.
Þetta starf var frá byrjun tengt við hérlent kirkjulíf.
Frá því hreyfingin hófst, ræður sú hugsun að íslenzkt