Sameiningin - 01.02.1940, Blaðsíða 9
23
þess að stefna inn í þá heilcl. Bræðurnir að heiman elcki
i’eynst megnugir aö brúa á milli. En það er ekki lítilsvert
að hugsjón og viðleitni Dr. Rögnvaldar hefir leilt til þess
að menn gætu áttað sig á þessu í bróðerni og þykkjulaust.
Einlæg viðleitni getur borið þýðingarmikinn árangur, þó
hún ekki nái því takmarki er hún hefir sett sér.
íslenzk þjóðrækni var höfuð áhugamál í lífi Dr. Rögn-
valdar. Eins og kunnugt er, lagði hann mikla stund á
íslenzk fræði. í þeim efnum var hann algjörlega sjálf-
mentaður, en engu að síður hafði hann aflað sér álits bæði
hér vestra og heima á íslandi fyrir yfirburða þekkingu á
öllu íslenzku. Sem prestur og blaðamaður lagði hann ríkan
skerf til íslenzkra félagsmála, og í Þjóðræknisfélaginu hefir
hann verið aðalmaður frá upphafi sögu þess. Þá er og
kunnugt að hann var aðal frumkvöðull þess að koma á
prent ljóðasafni Stephans G. Stephanssonar og síðar bréfuni
hans. Það eitt fyrir sig er álitlegur bautasteinn. Ekki er
heldur val'i á því að hann átti mikinn þátt í því að vekja
áhuga á því hjá stjórn og þjóð á íslandi að rækja sambandið
við Vestur-íslendinga nú á síðustu árum meir en áður hafði
tíðkast. Er það óskift fagnaðarefni, þó auðvelt sé að gera
sér meiri vonir um árangur þess en nokkrar líkur eru til
að verði. Að hér er almenn afturför í rækt við það, sem
íslenzkt er, getur varla kunnugum dulist. Að reist verði
rönd við þeirri hnignun alment, er næsta ólíklegt. En það
dregur ekki úr gildi þess starfs er Dr. Rögnvaldur og sam-
herjar hans fyr og seinna hafa unnið í þá átt að hefja verð-
rnæti íslenzka arfsins. Það mun leiða til margskonar
frjóvgunar í þjóðlífinu hér löngu eftir að íslenzkt mál verð-
ur horfið af vörum fólksins. Þessi áhrif verða því meiri,
sem betur er gætt að forðast öfgar. Leiðtogar að heirnan
hljóta hér ætíð beztu viðtökur, en áhrif þeirra verða mjög
eftir því hvað vel þeir skilja ástæður hér, auk jiess hindr-
unarlaust að mæla á enska tungu. — Annar vottur um
trygð Dr. Rögnvaldar við íslenzk mál, var liðveizla hans í
garð Jóns Bjarnasonar skóla eftir að kirkjufélagið lúterska
sá sér ekki lengur fært að halda skólanum við. Hann þoldi
það illa að sjá íslenzka stofnun lagða niður, þó fslendingar
sjálfir hafi hagnýtt sér hana mjög lítið.
Eins mikil umbrot eins og nú eru og hafa verið undan-
farandi á sviði mannl'élagsmálanna, gat ekki hjá því farið
að atkvæðamaður um opinber mál eins og Dr. Rögnvaldur
ætti þar all-ákveðna afstöðu. Á þessu sviði var hann gæt-