Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1940, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.02.1940, Blaðsíða 14
28 á til í eigu sinni. Hann hugar eftir brýnustu bjargráðum; leitar fyrir sér eftir vegarmerkjum; neitar að gefast upp. Sama gildir um ógöngurnar, sem kirkjan er nú stödd í. Styrjöldinni gat hún ekki afstýrt; og enn sem komið er hefir hún engin ráð fundið til að stöðva vígaferlin. Þó hefir hún afar nauðsynlegt verk að vinna, mitt í vand- ræðunum. Hún þarf að sýna af sér hyggindi, dug og trú- mensku; hún þarf að halda jafnvæginu; og hún má ekki gefast upp í leitinni eftir friði. Fyrst og fremst þarf kirkjan að forðast villu síns fyrra vegar. Hún má ekki láta Ieiða sig út í hernaðar- kviksyndið aftur. Hvort sem kristnir menn mega nokkru sinni bera vopn eða ekki, og hvað sem málavöxtum líður i þessum ófriði, eða nokkrum ófriði, þá er svo mikið víst, að kirkjan sem stofnun hefir enga heimild til að ota mönn- um út á vígvöll, eða að gjöra nokkuð annað sem lýtur að vígum og hernaði. Kristnir menn eru þjónar bæði ríkis og kirkju, en kirkjan er ekki þjónn ríkisins. Köllun sína hefir hún þegið af Guði, og það umboð er gel'ið skýrum orðum: “Farið og kristnið allar þjóðir — og kennið þeim að halda alt það, sem eg hefi boðið yður.” Að boða fagnað- arerindið, að kenna mönnum að hlýða Kristi, það er kirkj- unnar verk. Það og ekkert annað. Kristur hefir hoðið mönnum að vera friðsamir, sáttfúsir, miskunnsamir. Bæði með orðum og verkum á kirkjan að innræta mönnum hlýðni við þessi og önnur boð Jesú Krists. Það er þá eðlilega fólgið í köllun kirkjunnar að vinna líknarverk; og að bera sáttarorð manna á milli — að efla frið. En, um hernaðinn er það að segja, að ef hann er ekki beinlínis gagnstæður kenningu meistarans, alstaðar og æfinlega, þá er hann að minsta kosti óskyldur þeim boðskap. Þegar Kristur eða postularnir tala um stríð, eða sverð, í sambandi við köllun kirkjunnar, þá er auðvitað átt við andlega baráttu, eins og áður var að vikið. Vopnaburðurinn kemur þar ekki til greina. Kirkjan lætur þá hernaðarstörfin eiga sig, ef hún vill rækja köllun sína með trúmensku. Hafi postularnir ekki mátt “yfirgefa Guðs orð til að þjóna fyrir borðum,” hvernig geta þá kristnir kennimenn nokkurn tima haft heimild til að flytja vígaeggjanir í staðinn fyrir boðskap Jesú Krists, eða fara með Guðs hús — bænahúsið — eins og það væri hersöfnunarskáli? í þessu sambandi er varla úr vegi að minna lesendur á samþyktina, sem gjörð var í sumar á

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.