Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1940, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.02.1940, Blaðsíða 8
22 mér einnig að hjá honum hafi aukist umburðarlyndi gagn- vart íhaldssamari trúarstefnum og flutningsmönnum þeirra. Mun honum eins og fleirum hafa runnið til rifja hve oft trúardeilur hafa orðið ósamboðnar því málefni er þær fjalla um og snúist í persónulegar deilur og ósanngjarna dóma. Sem betur fer eru bæði nýmælamenn og fastheldnari kirkjn- menn að átta sig á því að óvild út af skoðanamun hlýtur að vera til hnekkis andlegum þroska. En fram yfir það að eiga hlut að máli í því að stefna í heilbrigðara horf hvað þetta snertir, fékk trúarleg afstaða Dr. Rögnvaldar áreiðan- lega nýjan blæ með líðandi árum. Hinn neikvæði rétttrún- aður únítara var minna áberandi. Kom það fram t. d. í sálmavali og lestri ritningarinnar. Á fyrri árum var honum gjarnt að fella lir sálmum þau vers er einkum stríddu í bága við þann rétttrúnað að Kristur hafi verið aðeins maður, en síðar gætti þessa miklu minna. Eins heyrði eg hann fyrrum fella úr parta af málsgreinum er hann las í nýja testamentinu eftir sama mælikvarða. Seinna heyrði eg hann lesa sömu málsgreinar án þess að fella nokkuð úr. Mér í'inst ekki að þetta hafi verið tilviljun ein. Hann er minna mótmælandi, meira jákvæður trúmaður. Boðskapur hans er hlýrri og innilegri og ber vott um gleggri og dýpri skilning á mannlegum þörfum. Ef til vill er hann ekki eins hárviss í þeiin rétttrúnaði, er hann hafði aðhylst. Markvert atriði í starfi Dr. Rögnvaldar sem kirkjuleið- toga er seinni ára viðleitni hans að sameina undir eitt merki vestur-íslenzka kirkju. Sambandssöfnuður og Sambands- kirkjufélag eru hugtök þeirrar viðleitni. Honum fanst að þetta mundi unt án þess að misbjóða skoðun nokkurra málsaðilja og að það mundi trvggja framtíðina. Heillaði þessi hugsjón hann um margra ára skeið. Einn þáttur i þessari viðleitni var að fá kennimenn frá ættjörðinni til þjónustu hér. Áleit hann að þeir mundu öðrum fremur geta brúað bilið, sem á milli væri. Nokkrum sinnum átti hann tal við mig um þessa sameiningarhugsjón og mögu- leikana að framfylgja henni. Eins og eg hefi áður skýrt frá opinberlega, tjáði eg honum að frá mínu sjónarmiði væri aðal þröskuldur í vegi þessa samband hans kirkjufélags við American Unitarian Association. Ef um tvö óháð íslenzk kirkjufélög væri að ræða, mundi alt greiðfærara. Það er vel kunnugt að ekki hefir mikið orðið lir þessu. Sambands- kirkjufélagið hefir ekki séð sér fært að slíta sambandið við únítara. Lútersa kirkjufélagið ekki séð nokkurn veg til

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.