Sameiningin - 01.02.1940, Blaðsíða 17
31
Um trúarafstöðu hans eru óefað mjög skiftar skoðanir.
Dómar manna um þess háttar efni litast ávalt af þeirra
eigin skoðunum. En í því sambandi kemur mér í hug smá-
vægilegt atriði norður á Gimli fyrir mörgum árum. Eg
mætti manni á stræti þar og maðurinn tók mig óðara tali.
Hann var að mörgu leyti góður drengur, en hann var einn
af þessum náungum, sem finst manndómur sinn vaxa við
það að stæra sig af vantrú sinni. Það var mikill sláttur á
honum þegar hann tilkynti mér það, að hann hei'ði alls
enga trú. Rétt í því að hann var að stæra sig af þessu, bar
að fleiri menn, og einn þeirra var séra Rögnvaldur. Hann
lagði þetta til mála: “Eg held sá maður sé ekki til, sem
hefir enga trú.” Með þessu finst mér hann hafi lcannast
við sígildi trúarþarfarinnar fyrir alla menn. Hann fann
þetta í sjálfum sér. Kornungur var hann, þegar hann, at
eigin hvöt, kom til séra Jónasar heitins Sigurðssonar og bað
hann að búa sig undir fermingu. Af honum hlaut hann
lúterska fermingu. Þó hann síðar kæmist undir önnur
áhrif mun trúaræðin ávalt hafa lifað í sál hans.
Eg var alloft með honum við útfarir. Hann flutti þá
ætíð vönduð skrifuð erindi. Það var ótvírætt i huga mín-
um hvað sannfæring hans um eilífðarmálin varð ákveðnari
og skýrari á síðari árum.
Langmerkasti þátturinn í lífsstarfi séra Rögnvalds var
það sem hann vann á sviði íslenzkrar þjóðrækni. Hann
hafði óvanalega háa hugmynd um ísland og íslenzka þjóð.
Mig minnir hann kalla hana eina af eilífðarþjóðunum. Var
þáð skáldlegt ímyndunarafl hans sem vafði ísland dýrðar-
ljóma, eða var þetta honum sannfæring, sem var grund-
völluð á nákvæmri rannsókn að íslenzka þjóðin hefði yfir-
lmrði sem verðskidduðu aðdáun og margborguðu samvizku-
samlega athugun? Hvað sem honum var í hug í því sam-
bandi, er það víst að hann sökti sér niður í íslenzkar bók-
mentir, var þaulkunnugur sögu íslands, ferðaðist margoft
þangað, var öflugasti leiðtogi Þjóðræknisfélagsins frá byrj-
un og studdi af alefli alt það, sem laut að viðhaldi íslenzkr-
ar tungu og íslenzkra bókmenta hér vestra. Nærri allir þeir
prestar, sem hann fékk til starfs í kirkjufélagi sínu voru
fengnir frá Islandi, til þess að hlynna sem mest að íslenzk-
um áhrifum. Það sem hann ritaði var því sem nær alt á
íslenzku. Tímariti Þjóðræknisfélagsins stýrði hann frá
byrjun. Að öllu þessu vann hann af sterkri sannfæringu.
Hann helgaði krafta sína óskifta íslenzkri menning, íslenzkri
sál. Á því sviði mun hann hafa unnið sitt fegursta æfistarf.