Sameiningin - 01.02.1940, Blaðsíða 18
32
í Winnipeg, árið 1935, taldi Kirkjufélag vort sig ekki
lengur til þess fært að halda Jóns Bjarnasonar skóla áfram
eða standa straum af honum. Að vísu hafði ekki fé verið
veitt úr sjóði Kirkjufélagsins til skólans, heldur hafði skóla-
ráðið ávalt haft veg og vanda af fjársöfnuninni. Hvað um
það, böndin við Kirkjufélagið voru slitin 1935. Þá gáfu
sig fram nokkrir góðir drengir, sem vildu vinna að því, að
skólinn gæti haldið áfram. Einn þeirra manna var Dr.
Rögnvaldur Pétursson. Frá þeim degi til æfiloka hætti
hann aldrei að bera hag skólans fyrir brjósti. Á allan hátt
sem vit og kraftar leyfðu, leitaðist hann við að efla hann
og styrkja. Til voru þeir menn, sem héldu því fram, að
ráðkænn djúphyggjumaður eins og séra Rögnvaldur hefði
ekki gjört þetta án þess að sjá sér á einhvern hátt hag í
því. Aldrei gat eg komist á snoðir um neitt slíkt. Hann
reyndi aldrei til að hafa nein áhrif á það hvernig skólanum
var stjórnað. Það var ekki á vitorði allra, hve frábært
drenglyndi í því að hjálpa öðrum Dr. Pétursson átti til.
Mér virtist hann í hreinni einlægni kannast við skólann sem
Isfendingastofnun. Sú stofnun var í hans augum að vinna
gott verlc og þessvegna sjálfsagt að styðja hann, enda var
það haft eftir honum, að haun vildi ekki rífa niður neitt
það góða, sem fslendingar í þessu landi hefðu hygt upp.
Svo studdi hann skólann af alefli. Hann var einn þeirra
sex manna er lögðu fram sína $350 hver til að losa skól-
ann við veðskuld. Jafnvel í síðustu veikindunum var hann
margsinnis að hugsa um skólann, ráðgast við menn um
hann og gjöra sitt ítrasta til að tryggja framtíð hans.
Eitt af því, sem hann gjörði til að hlynna að skólanum
var það, að fyrir einum 2—3 árum flutti hann fyrirlestur
um séra Jón Bjarnason, og arðurinn af þeirri samkomu fór
til skólans. — Fyrirlesturinn lýsti þeirri sterku aðdáun sem
séra Rögnvaldur hafði á séra Jóni. Hann lagði feikna verk
í þann fyrirlestur. Enginn annar maður hefir gjört aði'a
eins tilraun til að gagnrýna prédikanir séra Jóns. Það voru
víst að einhverju leyti misjafnir dómar um niðurstöður
séra Rögnvalds; en það er að ininsta kosti tvent í því
sambandi sein með engu móti verður neitað: hin yfirgrips-
mikla tilraun til að lýsa séra Jóni og hans hlýja aðdáun
á honum.
Fyrir það, sem Dr. Rögnvaldur vann til aðstoðar Jóns
Bjarnasonar skóla og fyrir mikinn hlýleik til mín persónu-
lega hin síðari ár þakka eg af hjarta.
Rúnólfnr Marteinsson.