Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1940, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.02.1940, Blaðsíða 12
26 er kölluð til að flytja friðarerindi, boðskap um sáttargjörð manna við Guð og manns við mann. Kirkjunnar menn hljóta því að unna friði, ef þeir eru kristnir í hjartans alvöru. En fyrir þessa sök lenda þeir í sömu ógöngunum eins og aðrir friðarvinir, þegar í bardaga brestur með þjóð- unum sem þeir heyra til. f heimsófriðnum síðasta varð kirkjan sek um alls konar misgjörðir og glappaskot — eins og reyndar í öllum styrjöldum frá upphafi vega. Afsökun hennar er sú, að hún hafi verið með öllu óviðbúin, þegar stríðið skall á, og mun það rétt vera. Svo fór líka fyrir sósíalistum og öðrum flokkum, sem höfðu heimsfrið á sinni stefnuskrá. Þeir vöruðu sig ekki; sátu svo fastir á sama skerinu. En þó að sætt sé sameiginlegt skipbrot, þá hafa alvörugefnir kirkjumenn ekki viljað réttlæta sin eða kirkjunnar verk með þeirri átyllu. Ivirkjan hefir verið í sannkölluðum hreinsunareldi sjálfsprófunar og syndajátn- ingar alt af síðan Versala-friðurinn gekk í gildi. Merkir kennimenn, eins og Harry Emerson Fosdick, sem í ófrið- inum eggjuðu hermenn til víga í nafni Jesú Krists, kannast nú fúslega við villu síns vegar. Dr. Fosdick segist aldrei munu leggja fram sitt lið i nokkrum hernaði framar, hvorki í vörn eða sókn; og svo segja þeir fleiri. Umræðum hefir nú aldrei lint árum saman í blöðum kirkjunnar eða fundarsölum, um afstöðu hennar við ófrið og vopnaburð. Kirkjunnar menn langaði sízt til að lenda í sömu ógöngun- um aftur. Og þó vantar mikið á það enn, að kirkjan sé eins vel við ófriði búin eins og æskilegt hefði verið. Kirkjunni hefir til dæmis ekki tekist enn sem kom- ið er, að gefa skilmerkilegan og einróma úrskurð í aðal vandanum; en það er sú spurning, hvort kristnum mönnum sé leyfilegt nokkurn tíma að bera vopn eða taka þátt i ófriði; eða ef þeir megi það, hvenær vopnaburður sé frá kristnu sjónarmiði réttmætur og hvenær ekki. Á því máli eru injög sundurleitar skoðanir bæði með deildum kirkj- unnar ýmsum og ekki síður með mönnum eða flokkum i hverri deild. Vitaskuld eru til ummæli gömul í játninga- ritum þessu viðvíkjandi; en sú leiðsögn getur varla talist fullnægjandi eins og nú standa sakir; eða svo finst mörg- um ágætum kirkjumönnum, og það íhaldsmönnum í guð- fræði. Svipað má segja um flestar kirkjusamþyktir frá síðari árum; þær eru alt annað en fullnægjandi. Oftast fordæma þær hernaðinn yfirleitt, eða hernaðarstefnuna, með stórum og sláandi orðum; en þegar betur er að gáð, þá

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.