Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1940, Side 8

Sameiningin - 01.03.1940, Side 8
38 sér og öðrum til blessunar? Einhverjir benda á heims- spekina. Sá er þó gallinn þar að margir ágætustu heim- spekingar veraldarinnar, hat'a verið og eru, heri'ilega van- skapaðir, siðferðilega. Þá benda aðrir á hina almennu mentun. En þá aðeins getum við treyst henni er það reyn- ist satt, að þekking og mannkostir fari saman, en ekki á meðan ástandið er eins og' nútímalífið bendir til, að mentun, án kristindóms skapi slægvitra braskara og ójafnaðarmenn. Fyrir nokkrum árum þóttist fræðimaður nokkur í borg einni i Evrópu hafa íundið forna súlu með áletran, sem afsannaði upprisu Krists. Fólkið í borginni þar sem fræði- maðurinn átli heima trúði þessu, og sýndi brátt þá trú sína í verkunum. Borgin sú varð sem vitfirringahæli, að sögn. Allar siðferðishömlur voru afnumdar. Helgi heiin- ilisins varð að engu metin, fjölskyldulífið eyðilagðist, hvers- konar glæpalifnaður margfaldaðist sem á einni nóttu, unz yfirvöldin stóðu ráðalaus frammi fyrir hinni ógurlegustu öldu siðleysis og munaðar. Gekk svo unz það kom í ljós, að fræðimaður þessi var svikari. Hann hafði enga slíka súlu l'undið, er sannaði neitt um upprisu Jesú, eða afsann- ai neitt um hana. Reynsla þessa bæjar mundi reynsla heimsins, tækist einhverjum að lilinda svo allan lýð að hann ekki lengur tryði á upprisu Jesú Krists, og það sem henni er samfara: fullvissuna um framhald lífsins, og ábyrgðartilfinninguna frammi fyrir Guði. Eg veit ekki hvernig ykkur lízt á þessa mynd af mann- lífinu og heiminum, er hann hefir verið rændur upprisu- trúnni og eilífðarvoninni: Prédikunin ónýt, trúin líka óýt, vér enn í syndum vorum, kirkjan þá að sjálfsögðu rétt- laus og kraftlaus til umbóta á mannfélagið, en siðleysið og munaðarlífið í hásæti, heimurinn eins og eitt stórt vit- firringahæli. Páll skril'ar undir þessa ömurlegu mynd með stórum stöfum: “Vér erum þá aumkunarverðastir allra manna.” En svo bætir hann við með ennþá stærra letri: “EN NÚ ER KRISTUR UPPRISINN FRÁ DAUÐUM.” Vegna þess að það er staðreynd, munu menn halda áfram að prédika Jesúm Ivrist krossfestan, upprisinn, stiginn til himna. í þeim boðskap er fólginn kraftur Guðs til sálu- hjálpar hverjum sem trúa vill, og veita náð Drottins mót- töku. Vér erum ekki lengur í syndum vorum, heldur eru þær fvrirgefnar, og upprisa Krists er innsigli Guðs á loforð

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.