Sameiningin - 01.07.1931, Qupperneq 8
198
þessu máli, heldur læra á allan hátt af sambandi og samfundum
meÖ öðrum. Vakin athygli á lexíu-vali því hinu vandaÖa, er út
verður gefiS í haust af United Lutheran Cliurch, og byrjar meS
október. Einnig kom hér fram hve sterk ítök íslenzkan á enn í
sunnudagaskólum vorum, og á þar eflaust hlut aS máli vaxandi
skilningur á aS viShald íslenzks máls er hiklaus gróSi og menn-
ingarauki, þó hvergi eigi þaS aS vekja andúS gegn enskunámi
og þaS ekki heldur á sviði kristindómsins. Æskilegast aS ung-
lingar vorir fái kristindómsfræÖslu á báSum málunum. — Séra
Egill J. Eáfnis hafSi haft ungmennafélögin til meðferðar á liðnu
ári, og skýrði frá stofnun þriggja nýrra félaga í hans sókn. AÖrir
skýrðu frá starfi meSal hinna ungu, sem lofar miklu. Var séra
Agli falið málið til meðferSar aftur, í von til þess, að nú fái
hann einnig beitt áhrifum út á við auk starfsins í hans eigin presta-
kalli.
Sameiningin og GjörSabók verða gefin út á sama hátt og
áður. Sömu ritstjórar og ráSsmaður. Fjárhagur Sameiningarinn-
ar stóð afar illa, vegna lélegra innheimtu á áskriftagjöldum. Þarf
þetta endilega að lagast á þessu ári og verSur gangskör að því
gerð. Nokkur halli var einnig í heimatrúboðssjó'ði, ekki vegna
þess að fé ekki kæmi inn nókkurnveginn eins og um var beðið,
heldur vegna þess, að starfiS útheimti meira. Horfurnar fyrir
næsta ár að hallinn jafnist. Séra Jóhann verður starfandi í
Gimli-prestakalli næsta ár í tíu mánuði og styrkir kirkjufélagið
það starf með $200.00. GuÖfræSisnemi Jóhann FriSriksson starf-
ar í sumar umhverfis Manitobavatn í tvo mánuði og eru laun
hans $75 um mánuÖinn auk kostnaðar. Ber framkvæmdarnefndin
það traust til fólks þess, er hann starfar meðal, aS þaS meti svo
aS kirkjufélagið hefir lagt því til jafn hæfan mann, að það standi
straum af honum að mestu eða öllu. Ætlar hann sér að ljúka
guðfræðisnámi við prestaskólann lúterska í Seattle á komandi
vetri. Til orða hefir komið um tvo aðra íslenzka nemendur á
þeim skóla næsta ár, hvað sem úr verður. Séra N. S. Thorláks-
son bauðst til þess að heimsækja söfnuðina í Vatnabygðum í sum-
ar endurgjaldslaust af hálfu kirkjufélagsins, ef það sæi honum
fyrir fargjaldi. Var þetta sóma boð þegið meS þökkum. Einnig
var skorað á söfnuði, er fastrar prestsþjónustu njóta, að ieyfa
prestum sínum að heimsækja prestslausa söfnuði og sviS í krist-
indómserindum. Er liklegt að þetta fái góðan byr og greiði úr
vanda í bili, unz fleiri mönnum verður á að skipa og fjárhagur
verður rýmri. Hallgrímssöfnuður í Seattle var styrktur á næsta
ári með $200 láni úr kirkjufélagssjóði, er verður rentulaust í
fimm ár. Áætlað var að safna $1,200 í þennan sjóð á næsta ári.